Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32284
Stefnumótun innan ferðaþjónustunnar hefur orðið algeng meðal stjórnvalda í heiminum á undanförnum árum. Á Íslandi hafa stjórnvöld fetað sig áfram í stefnumótun í ferðaþjónustu síðan árið 1972. Árið 2017 var svo undirritaður samningur milli Ferðamálastofu og markaðsstofa landshlutanna um gerð áfangastaðaáætlana sem eru hluti af stefnumótun ferðaþjónustunnar. Ferðamálastofa gerði það að skilyrði við gerð samningsins að forgangsverkefnalisti yrði búinn til fyrir áætlanirnar. Í ritgerð þessari verður sjónum beint að svæði 3 á Norðurlandi en landshlutanum er skipt í fjögur svæði. Svæði 3 er Mývatn, Húsavík og Þingeyjarsveit. Markmið þessarar ritgerðar er að fá innsýn um hvernig staðið var að gerð áfangastaðaáætlunar Norðurlands og þá einkum vali á forgangsverkum á svæði 3 og þátttöku heimamanna í því ferli. Þá verður leitast við að varpa ljósi á viðhorf heimamanna til áfangastaðaráætlunarinnar og þeirra forgangsverkefna sem urðu fyrir valinu. Til þess að ná framangreindu markmiði var framkvæmd eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fimm aðila sem allir tengdust áfangastaðaráætluninni með mismunandi hætti. Rannsóknarspurningarnar voru tvær en sú fyrri var Hvernig var þátttöku heimamanna háttað við gerð áfangastaðaáætlunar Norðurlands á svæði 3? og sú síðari var Hvernig endurspeglast sýn heimamanna á svæði 3 í áfangastaðaáætlun Norðurlands? Helstu niðurstöður þessarar ritgerðar voru að aðkoma heimamanna var ólík hvað varðar val á þeim verkefnum sem komu til greina sem forgangsverkefni og val á milli þeirra en heimamenn höfðu beina aðkomu að vali á milli síðargreindu verkefnanna. Þá mátti greina almenna ánægju meðal heimamanna um þau forgangsverkefni sem urðu fyrir valinu en tvö af þremur forgangsverkefnum hafa verið baráttumál heimamanna á svæðinu um langt skeið.
Efnisatriði: Ferðaþjónusta, Áfangastaðaáætlanir, Heimamenn, Norðurland, Mývatn, Húsavík, Þingeyjarsveit
Strategic planning has been gaining popularity the tourism industry in recent years. Authorities in Iceland have been developing strategic planning in the tourism industry since 1972. In 2017, the Icelandic Tourist Board signed a contract with all the regional marketing offices in Iceland regarding the making of destination management plans that are a part of the strategic planning in the tourism industry. One of the conditions that the Icelandic Tourist Board put in the contract that the plans must include priority projects. In this research the focus will be on area 3 in the North region, but the region divides into four areas in the destination management plan. Area 3 includes Mývatn, Húsavík and Þingeyjarsveit. This research aims to get insight into the making of the destination management plan for the North region, and the focus will be on the selection of the priority projects in area 3 and the involvement of the residents in that process. Then an effort will be made to highlight the views that the public has on the destination management plan and the priority projects that chosen were in the end. To achieve the objectives mentioned above, qualitative research was conducted involving interviews with five entities that were all related to the destination plan in different ways. The research questions are two; the first one is How did the residents in area 3 participate in the making of the destination management plan for the North Region? Also, the second one is How are the residents' visions in area 3 reflected in the destination management plan for the North Region? The main conclusions of this thesis were that the involvement of the residents was different with regards to the selection of suggested priority projects and the selection between the forenamed projects. Then, the general satisfaction amongst residents regards to the selection of priority projects was identified but they have been fighting for two of the three projects for a long time.
Key words: Tourism, Destination Management Plan, Public, North region Iceland, Mývatn, Húsavík, Þingeyjarsveit
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þú veist okay við erum búin að velja þessa staði og hvað, hvað nú.pdf | 695,3 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Scan1.pdf | 454,72 kB | Lokaður | Yfirlýsing |