Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32285
Samfélög í kringum hafnir sem taka á móti skemmtiferðaskipum verða fyrir ýmsum áhrifum vegna komu þeirra. Helstu áhrif skemmtiskipaferðamennsku á heimamenn snúa að umhverfi, efnahag og rými. Ef rýnt er í áhrifin kemur í ljós að öll hafa þau eitthvað með lífsgæði að gera. Í þessari ritgerð skoðum við fyrrnefnd áhrif og markmiðið er að fræðast um upplifanir og viðhorf heimamanna til þeirra. Til að komast að þessu var framkvæmd viðtalsrannsókn og spurningakönnun lögð fyrir Ísfirðinga. Niðurstöður leiddu í ljós að Ísfirðingar upplifa sömu megináhrif og fræðasviðið bendir á að mestu leyti. Helst bar á áhyggjum þeirra af loftmengun, vanvirðingu ferðamanna fyrir einkalífi íbúa, aukinni umferðarhættu og hvernig framtíð skemmtiskipaferðamennsku muni þróast. Þau áhrif sem Ísfirðingar upplifðu af skemmtiskipaferðamennsku leiddu í ljós að bein tenging er við þætti sem eru einkennandi fyrir lífsgæði. Ferðamennskan hefur því bein áhrif á hvernig þeir upplifa lífsgæði sín í samfélaginu. Munur var á því hvernig heimamenn svöruðu spurningum könnunarinnar eftir aldri, kyni og búsetulengd. Yngri hópar þátttakenda voru svartsýnni í garð komu skemmtiferðaskipa heldur en hinir eldri, konur höfðu meiri áhyggjur hvað áhrif þeirra varðar og þeir sem höfðu búið lengur en 20 ár á Ísafirði höfðu minni áhyggjur en þeir sem höfðu búið þar skemur. Niðurstöður sýna að lítið svigrúm er fyrir fjölgun skemmtiskipaferðamanna á svæðinu og mikilvægt er að passa skipulag þar í kring ef frekari aukning á sér stað í framtíðinni.
Lykilorð: Skemmtiskipaferðamennska, skemmtiferðaskip, ferðamenn, Ísafjörður, lífsgæði, fjöldi, samfélag, upplifanir, viðhorf.
Local residents in harbor communities are affected by cruise ship arrivals in many ways. The biggest impacts on locals concern the environment, local economy and their immediate surroundings. These three main factors can all affect the residents quality of life (QOL). The main goal of this paper is to research the connection between these factors and the residents, to see how these factors affect their experience and views on this type of travel. To attain this goal, a qualitative research via interviews and quantitative via questionnaire was conducted amongst Ísafjörður's residents. The results show that Ísafjörður's residents experience the same main effects from cruise ship tourism as former research show for the most part. Most vocal were residents concerns on; air pollution from the cruise ships, the fact that cruise passengers seem to disrespect the locals privacy, increased traffic danger and which direction cruise ship tourism will take in the future. The effects the residents experienced showed a connection to the perceptions of their quality of life. Tourism can then be shown to have a direct influence on how the residents perceive their quality of life. The results showed a significance between age, gender and length of residency in the questionnaire, but younger groups were less optimistic about cruise ship tourism than the older ones. Women were more concerned about the effects of cruise tourism and people with the longest residency were less concerned than those who had lived there for a shorter period of time. The results also point out that residents feel that little room is for an increase in cruise tourists in Ísafjörður but also underline the importance of being well organized and planned out if there is to be an increase in the future.
Keywords: Cruise ship tourism, cruise ships, tourists, Isafjordur, quality of life, QOL, mass, community, experience, attitude.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rannsókn á viðhorfum Ísfirðinga til skemmtiskipaferðamennsku.pdf | 1,51 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 1,83 MB | Lokaður | Yfirlýsing |