is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32288

Titill: 
  • Fjarreikistjörnur umhverfis rauða dverga: Myndun sólkerfa, bundinn möndulsnúningur og leitin að lífi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Síðustu ár hefur verið mikil gróska í rannsóknum á fjarreikistjörnum. Betri sjónaukar og tækni hefur gert stjörnufræðingum kleift að uppgötva gríðarlegan fjölda slíkra reikistjarna. Aðal markmiðið er auðvitað að finna líf en þessar uppgötvanir eru einnig mikilvægar til þess að skilja eðli og myndun sólkerfa. Nýjustu uppgötvanir sýna okkur að fjölbreytileiki sólkerfa er nánast óendanlegur og svar við einni
    stærstu spurningu mannkynsins er mögulega rétt handan við hornið.
    Flestar fjarreikistjörnur sem eru taldar líklegar til að geta borið líf eru á braut um rauða dverga. Þeir eru töluvert minni en Sólin. Líklegt þykir að fjarreikistjörnur á braut um rauða dverga séu því flestar með bundinn möndulsnúning og snúi því alltaf sömu hlið að móðurstjörnunni. Þetta hefur leitt til þess að mikið af líkangerð og rannsóknum hefur farið í að kanna möguleg lífskilyrði á slíkum fjarreikistjörnum.
    Þessari ritgerð verður í raun skipt í þrennt. Í fyrsta hluta verður myndun sólkerfa skoðuð og hvernig við nemum fjarreikistjörnur. Í öðrum hluta verður svo aflfræði bundins möndulsnúnings skoðuð. Einnig verður sett fram fræðileg könnun á tímanum sem það tekur fjarreikistjörnu að ná bundnum möndulsnúningi og sá tími svo reiknaður út fyrir nokkrar fjarreikistjörnur. Í seinasta hlutanum verða athuguð
    lífsskilyrði á fjarreikistjörnum sem eru á braut um rauða dverga.

Samþykkt: 
  • 29.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Lokaverkefni-KMH.pdf1,24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_undirritad.pdf409,94 kBLokaðurYfirlýsingPDF