is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3229

Titill: 
  • Er munur á peninga- og gengisstýringu landa eftir stærð?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í verkefni þessu er skoðuð saga gengisstýringar landa innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því um aldamótin 1900. Gengisstýring landa í á lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ágúst 2008 er skoðuð og löndin borin saman með tilliti til gengisstýringar, mannfjölda landanna og vergar landsframleiðslu.
    Niðurstaða rannsóknarinnar er að fámennari lönd notuða fastari stýringu á sitt gengi en hin stóru. Lönd með færri íbúa en fimm milljónir notuðu í 71 prósent tilvika einhvert form fastgengisstýringar. Ef lönd í myntbandalögum voru flokkuð með fastgengi fór talan upp í 77 prósent. Minni myntbandalög nota fastari gengisstýringu en hin stærri og minnsta myntbandalangið er með myntráð.
    Í verkefninu er skoðuð saga gengisstýringar Íslands. Gengisstýring Íslands er borin saman við gengisstýringu annarra landa á lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ágúst 2008. Niðurstaða þeirrar skoðunar er að Ísland var eina örríkið (mannfjöldi minni en milljón) með fljótandi sjálfstæðan gjaldmiðil í ágúst 2008. Möguleikar Íslands varðandi gengisstýringu eftir hrun 85 prósenta af bankakerfinu og hrun gjaldmiðilsins eru skoðaðir. Landið hefur þrjá kosti. Í fyrsta lagi getur landið haldið krónunni og valið sér gengisstýringarleið með tilliti til stærðar sinnar og stöðu. Þetta telur höfundur vera lakasta kostinn. Landið getur dollaravæðst, þ.e. tekið upp mynt annars lands og að síðustu getur landið gengið í Evrópusambandið og síðan í myntbandalag Evrópu, en það telur höfundur vera besta kostinn.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið
Samþykkt: 
  • 21.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er munur á peninga-og gengisstýringu landa eftir stærð.pdf1.81 MBOpinnÍ verkefni þessu er borin saman gengisstýring landa eftir mannfjölda. Lönd á lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru lögð til grundvallar.PDFSkoða/Opna