is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32297

Titill: 
  • Eins dauði er annars brauð: Myrkir staðir sem aðdráttarafl í ferðamennsku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Dauðinn hefur fylgt mönnum frá upphafi og allt sem tengist dauða, þjáningum og öðrum hörmungum getur oft vakið upp óhug meðal manna. Á sama tíma getur dauðinn vakið upp forvitni og allt frá upphafi ferðamennsku hefur fólk ferðast til staða sem tengjast dauðanum, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað. Sífelld tækniþróun auðveldar okkur að komast nær dauðanum, bæði í vísindalegum skilningi og táknrænum. Myrkvaferðamennska er fremur nýlegt hugtak á sviði ferðamálafræði en það er þegar fólk ferðast á staði sem tengjast dauðanum. Mismunandi ástæður liggja að baki mismunandi ferðalaga og í þessari ritgerð verða hvatar fólks til ferðalaga skoðaðir, bæði almennt og með sérstöku tilliti til myrkvaferðamennsku. Í þessari ritgerð er leitast við að svara því hvers vegna fólk vilji ferðast til staða sem tilheyra myrkvaferðamennsku og hver upplifun þeirra sé af slíkri ferðamennsku. Gögnum var aflað með eigindlegri rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sex einstaklinga sem ferðast höfðu til staða sem falla undir myrkvaferðamennsku. Höfundar komust að þeirri niðurstöðu að helsti hvati fólks til að ferðast til myrkra áfangastaða sé forvitni en aðrir hvatar voru t.d. arfleifð eða að staðurinn hafi verið heimsóttur af tilviljun. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að upplifun fólks af staðnum einkenndist af miklu samspili tilfinninga, þá allra helst sorg og samúð með þolendum, eftirlifendum og nákomnum.

Samþykkt: 
  • 30.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32297


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eydís Anna Theódórsdóttir og Silja Marín Jensdóttir.pdf467.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf531.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF