is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32301

Titill: 
  • „Hver á Sólina?“. Vistrýni í Sögunni af Bláa hnettinum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um það hvort hugtökin vistrýni og sjálfbærni ganga upp í Sögunni af Bláa hnettinum (1999) eftir Andra Snæ Magnason. Sagan af Bláa hnettinum var fyrst barnabóka til að hljóta íslensku bókmenntaverðlaunin en þar að auki hefur hún hlotið fjöldan allan af verðlaunum, bæði hér heima og erlendis. Vistrýni og sjálfbærni einkenna stóran hluta af verkum Andra Snæs, en segja má að þau gegni því hlutverki að miðla og útskýra flóknar hugmyndir í loftslagsbreytingum og neyslumenningu, fyrir börnum jafnt sem fullorðnum. Fyrst verður farið stuttlega í hugtökin vistrýni og sjálfbærni. Næst verður farið í útópíuna eða fyrirmyndarríkið og birtingarmynd þess í Sögunni af Bláa hnettinum. Samfélag hnattarins fellur undir þessa undirflokka útópíunnar: arcadíu og ecótópíu. Báðar eru að einhverju leyti náttúrulegar eða umhverfisvænar útópíur. Útópía Bláa hnattarins er sprottin upp úr nútímasamfélagi sem umhverfisádeila, ádeila á neyslumenningu, ofnýtingu á auðlindum og misskiptingu. Í þessu ævintýralega samfélagi eru engir fullorðnir, bara börn. Í það minnsta þar til Gleði-Glaumur lendir á hnettinum. Börnin og Gleði-Glaumur mynda andstæður. Börnin standa fyrir hið náttúrulega, óspillta og nánast villimannslega. Gleði-Glaumur er aftur ímynd neyslu, kapítalisma og siðmenningar. Gleði-Glaumur tekur að spilla sakleysi barnanna og innleiða hjá þeim kapítalískan hugsunarhátt þar til sólin er orðin að eign í hendi fárra og hinir íbúar hnattarins lifa í eilífu myrkri og kulda. Gleði-Glaumur hefur þannig snúið útópíunni upp í andhverfu sína, dystópíu. Vistrýnar barnabækur eru langt frá því að vera nýjung, en flestar þeirra hefur skort eiginleikann til að finna lausn á vandanum. Þær útskýra aðeins vandamálið og láta börnin um framhaldið. Sagan af Bláa hnettinum reynir hins vegar að finna lausn á þeim vanda sem börnin eru komin í vegna neysluhyggjunnar. Þau átta sig á vandanum og endurheimta valdið frá GleðiGlaumi. Þau gefa honum það sem hann vill, þ.e. að verða konungur. Hann unir sáttur við sitt og kemur ekki auga á það hugmyndafræðilega fangelsi sem kastali hans er. Ævintýri og líkingar eru notuð til að útskýra helstu vandamál vistrýni og sjálfbærni auk þess að gera tilraun til að leysa þau

Samþykkt: 
  • 30.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32301


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-Kristín Ósk Unnsteinsdóttir.pdf596.69 kBOpinnPDFSkoða/Opna
kristín.ósk-yfirlýsing.pdf145.88 kBLokaðurPDF