Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32303
Caren Self Service App er frumgerð af appi til notkunar í sjálfsafgreiðslu viðskiptavina bílaleiga. Ef við tökum dæmi þá þarf ferðamaður sem kemur til landsins í dag og er með bókaðan bílaleigubíl að leita til afgreiðslu bílaleigunnar til þess að ganga frá leigunni.
Starfsmaður þarf að bera ökuskirteini saman við upplýsingar bókunar, viðskiptavinurinn þarf að skrifa undir samninginn og ganga frá greiðslu.
Með því að nota Caren appið getur viðskiptavinur bílaleigunnar stytt tímann umtalsvert sem hann þarf að stoppa við í afgreiðslunni áður en hann fær bílaleigubílinn afhentann.
Þetta gerir hann með því að sækja appið og fara í gegnum innritunar ferli áður en hann mætir á staðinn.
Það felst í því að hann auðkennir sig sem ökumann fyrir sína bókun ásamt því að skrifa rafrænt undir samning vegna leigunnar, allt í gegnum appið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskýrsla.pdf | 1.37 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Notendahandbók.pdf | 1.66 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Beiðni_um_lokun.pdf | 397.22 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |