is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32314

Titill: 
 • Mæling á notendaupplifun á Sjónvarpi Símans
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sjónvarp Símans er gagnvirkt sjónvarp með grafískt notendaviðmót sem býður notendum upp á línulega og ólínulega dagskrá sjónvarpsefnis. Sjónvarp Símans Premium er áskriftarleið sem býður upp á fjölmargar kvikmyndir og þáttaraðir eða um 8 þúsund klukkustundir af efni og eru áskrifendur um það bil 35.000 einstaklingar.
  Þegar notendur nota vöru þá þarf upplifun þeirra að vera ánægjuleg svo þeir séu líklegri til að vilja nota vöruna aftur. Notendur verða hliðhollir vörum ef þær falla að gildum þeirra og uppfylla markmið notendanna. Þess vegna er notendaupplifun mikilvæg.
  Markmið rannsóknarinnar er að mæla notendaupplifun á Sjónvarpi Símans. Rannsakendur notuðu fjórar mismunandi aðferðir; eigin upplifun, viðtöl við notendaþjónustu, notendaprófanir fyrir vana og nýja notendur og spurningalista í formi vefkönnunar.
  Afrakstur rannsóknarinnar er tvíþættur; ferlar sem rannsakendur mæla með fyrir Símann til að gera frekari mælingar í framtíðinni og tillögur að umbótum í viðmóti sem gæti bætt notendaupplifun af Sjónvarpi Símans.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að notendaupplifun áskrifenda Sjónvarps Símans Premium sé almennt góð. Sjónvarp Símans virðist uppfylla kröfur notenda sinna og falla að gildum þeirra þar sem þjónustan er sú vinsælasta á Íslandi í dag. Þó kom jafnframt í ljós að stór hluti notenda virðast hafa takmarkaða þekkingu á viðmótinu og ná þar með ekki að nýta valmöguleika Sjónvarps Símans til fulls.

 • Útdráttur er á ensku

  Sjónvarp Símans is an interactive television service with graphic interface and offers their users linear, live and non-linear content. Sjónvarp Símans Premium is a subscription based service which offers a multitude of movies and series and gives access to around 8000 hours of content. There are about 35.000 subscribers to this service today.
  When users use a product, their user experience has to be pleasant so it is possible for the user to be willing to use the product again. Users become favourable to certain products if the products adhere to their values and fulfill their goals. Therefore user experience is important.
  The goal of this research is to measure user experience for Sjónvarp Símans. Researchers used four different methods; test the product themselves, interview with customer service, user testing with new and experienced users and a web survey.
  The result of this research is twofold; processes that researchers recommend for Síminn for further appraisal of user experience in the future and suggestions for how to better the interface of Sjónvarp Símans which could result in better user experience for their subscribers.
  The results of the research suggest that user experience of Sjónvarps Símans Premium is on average good. Sjónvarp Símans seems to fulfill its user’s demands and adheres to their values because the service is the most widely used in Iceland today. Furthermore, the results show that a large portion of users have limited knowledge of the interface and can therefore not use Sjónvarp Símans to its fullest potential.

Samþykkt: 
 • 31.1.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notendaupplifun Sjónvarps Símans.pdf2.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna