Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32319
Í þessari skýrslu er yfirlit yfir lokaverkefni fyrir Háskólann í Reykjavík sem unnið var í samstarfi við Seðlabanka Íslands. Bílakjallari höfuðstöðva Seðlabankans er of lítill miðað við fjölda starfsmanna svo þörf hefur myndast að koma skipulagi á hann. Verkefnið er því að útbúa hugbúnað sem á að leysa þessa þörf. Markmiðið er því að koma upp kerfi á innra neti bankans sem heldur utan um bílastæðamál í kjallara höfuðstöðvanna. Kerfið verður notað af starfsmönnum bankans og þarf það því að vera notendavænt og auðvelt í notkun. Í þessari skýrslu er farið nánar yfir verkskipulag og verkáætlun fyrir þróun kerfisins. Einnig er farið í greiningu og hönnun kerfisins auk áhættugreiningar og framvinduyfirlits.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskyrsla_Sedlabanki.pdf | 1.26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Notendahandbok_Sedlabanki.pdf | 946.73 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Rekstrarhandbok_Sedlabanki.pdf | 5.26 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |