Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32322
Kræklingur (Mytilus edulis) var hafður í olíumenguðum sjó í tveimur aðskildum tilraunum. Í fyrri tilrauninni var sjórinn blandaður með Arabian Light hráolíu og kræklingurinn hafður í menguðum sjó í þrjár vikur og í kjölfarið í hreinum sjó í tvær vikur. Í seinni tilrauninni var sjórinn blandaður með Ekofisk Norðursjávarolíu og kræklingur hafður í menguðum sjó í 2, 8 og 16 daga. Markmiðið var að athuga áhrif tveggja mismunandi olíugerða á bíómarkera í kræklingi frá ósnortnu svæði annars vegar og menguðu svæði hins vegar. Upptaka kræklings á fjölhringa arómatískum kolefnum (PAHs, Polycyclic Aromatic Hydrocarbons) var mæld og bíómarkerarnir DNA strandbrot (e. Comet Assay) og ástandsstuðull (e. Condition Index) notaðir til að meta áhrif á milli útsettra hópa og viðmiðunarhópa. Einnig var mat lagt á hvernig kræklingur nýtist sem bendilífvera. Ekki reyndist marktækur munur á milli þess hvernig kræklingar frá hreinu svæði (Bjarnarhöfn) eða menguðu svæði (Reykjavík) tóku upp PAH efnin og ekki var marktækur munur á því hvernig kræklingarnir tóku upp olíuna eftir olíugerðum. Kræklingur úr Reykjavíkurhöfn við lágan styrk mældist oftast með hæstan styrk PAH efna í vef. Kræklingi haldið við háan styrk af olíumenguðum sjó virtist taka upp minna af PAH efnum í vef sinn og mögulegt er að það sé vegna þröskuldsáhrifa, þ.e. kræklingurinn virtist loka sér þegar styrkur mengandi efna í umhverfinu verður hár eða fer yfir ákveðin mörk. Víxlhrif fyrir DNA strandbrot og ástandsstuðla á milli stöðva og styrkhópa yfir tíma voru ekki marktæk í tilraununum en á heildina litið var marktækur munur á ástandsstuðli kræklings frá stöðvunum óháð styrk og tíma þar sem stuðullinn var lægri í Bjarnarhöfn miðað við Reykjavíkurhöfn. Kræklingar eru harðgerðar lífverur og nýtast vel sem bendilífverur í umhverfisvöktun. Bakgrunnur kræklinga skiptir máli í því hvernig þeir svara aukinni mengun og svörunin virðist fara eftir nokkrum þáttum, meðal annars fæðuframboði og öðrum lífsskilyrðum kræklingsins. Frekari þörf er á að rannsaka mengun á ósnortnum svæðum og áhrif mengandi efna á lífverurnar sem þar lifa. Þessar tilraunir voru hluti af rannsóknaverkefninu Pristine Arctic sem er samstarfsverkefni háskóla í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi og beinist að því finna grunnaðferðir og grunngildi sem nota má við umhverfisvöktun á norðurslóðum.
The blue mussel (Mytilus edulis) was exposed to water-accommodated fractions (WAFs) in two experiments. The former used Arabian light crude oil and the mussels were held in WAF for three weeks and then for two-week depuration period in clean seawater. The latter experiment was with Ekofisk North Sea Oil, where the mussels where in the WAF for 2, 8 and 16 days. The aim for these studies was to evaluate the effects on biomarkers on organisms which live in pristine areas. Uptake of PAHs (Polycyclic Aromatic Hydracarbons) was measured and selected biomarkers (Comet Assay and condition index) were used to test for differences between the exposed groups and the control groups. There was not a significant difference in uptake of PAHs between the reference mussels (pristine site, Bjarnarhöfn) and the polluted mussels (Reykjavík) and not a significant difference on the absorption between the two oil types. Mussels from Reykjavík harbour in lower exposure group had the highest concentration of PAHs in its tissues. Mussels in higher exposure groups showed a possible threshold of maximum induction probably surpassed by the highest concentration WAF. No significant interactions were seen between stations or groups of oil concentrations in these two studies, but overall there was a significant difference on mussel condition index and % DNA strandbreaks between stations independent of PAH concentration and time, where the condition index was lower in pristine site compaired to the polluted mussels. Mussels are tolerant organisms and can be used as bioindicators for pollution but the origin of the organism exerts an influence on how it responds to pollution, but food supply and other living conditions may influence their responses. Further studies are needed to evaluate the effects of pollution on organisms living in pristine areas. This research was a part of a bigger project, a co-operative venture between universities in Iceland, Norway and Sweden, working on primary methods on finding a core value for environmental guarding.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Asdis_Olafsdottir.pdf | 3,04 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing.pdf | 60,67 kB | Lokaður | Yfirlýsing |