Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32338
Þetta verkefni fjallar um hönnun á yfirborðsfrysti (e. cruster) fyrir Skagann 3X á Akranesi. Farið er yfir forhönnun á bæði útliti og virkni frystisins ásamt lokahönnun. Markmið verkefnisins var að hanna frysti sem forfrystir afurðir svo þær séu tilbúnar til frekari vinnslu, hvort sem það er til djúpfrystingar eða skurðar. Frystirinn á að mynda þunna frosthúð á afurðirnar bæði að ofanverðu og neðan, þannig að enginn vökvi leki úr, og að afurðirnar séu formfastar. Með yfirborðsfrysti sem þessum er t.d. hægt að koma í veg fyrir beltaför (e. belt marks) sem gerir vöruna mun vænlegri til sölu. Niðurstaða hönnunar er frumgerð frystis sem afkastar u.þ.b. 1300-1700 kg/klst.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Umsókn um lokun verkefnis.pdf | 382,5 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna | |
Lokaverkefni - Guðjón og Þráinn.pdf | 92,97 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |