Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32345
Inngangur: Mikill skortur hefur verið hér á landi á málþroskaprófum sem búa yfir nauðsynlegum próffræðilegum eiginleikum til mats á málfærni íslenskumælandi barna. Til þess að mæta þeim vanda hefur málþroskaprófið Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) verið í þróun síðustu ár, en því er ætlað að meta heildarmálþroska fjögurra til sex ára barna. Þessi rannsókn er liður í undirbúningi fyrir stöðlun þess. Markmið hennar var að meta hvort atriðasafn máltjáningarhluta prófsins hafi burði til þess að greina milli færni barna á aldrinum fjögurra til sex ára í máltjáningu, en þar undir falla sex prófþættir: Tjáning: Orð, Tjáning: Botnun setninga 1, Tjáning: Botnun setninga 2, Tjáning: Endurtekning setninga, Tjáning: Endurtekning orðleysa og Tjáning: Framburður fjölatkvæða orða.
Aðferð: Málþroskaprófið MELB var lagt fyrir 136 börn úr 19 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Börnin voru á aldrinum 4;0-4;3 ára, 4;8-5;1 árs og 5;8-5;11 ára, eintyngd með íslensku að móðurmáli og talin hafa eðlilega heyrn, greind og málþroska. Niðurstöður byggðu á meðaltölum allra prófþátta og -atriða eftir aldurshópum, innri áreiðanleika prófþátta og áreiðanleika ef stök atriði væru tekin út, fylgni þess að geta hvert atriði rétt við heildarstigafjölda á tilheyrandi prófþætti og fylgni á milli prófþátta.
Niðurstöður: Marktækur munur kom fram á meðaltölum aldurshópanna þriggja á öllum prófþáttum, að undanskildum miðaldurshóps og elsta aldurshóps á Tjáning: Endurtekning orðleysa. Einnig kom marktækur munur fram á meðaltölum eftir kyni á Tjáning: Endurtekning setninga og Tjáning: Framburður fjölatkvæða orða. Innri áreiðanleiki spannaði frá því að vera viðunandi til þess að vera mjög góður, og mældist ennfremur mjög góður fyrir máltjáningarhluta í heild. Fylgni mældist marktæk á milli allra prófþátta.
Umræður: Heildaráreiðanleiki fyrir máltjáningarhluta MELB var fullnægjandi, sem bendir til þess að prófhlutinn gefi því af sér traustar niðurstöður fyrir greiningu á styrk- og veikleikum í máltjáningu barna. Að auki var stígandi eftir aldri viðunandi á öllum prófþáttum, að undanskildum Tjáning: Endurtekning orðleysa. Þónokkur atriði uppfylltu ekki kröfur varðandi próffræðilega eiginleika, ýmist varðandi stíganda eftir aldri, rétt svarhlutfall eða fylgni við prófþátt. Þessi prófatriði þarf að skoða nánar fyrir næstu skref í þróun prófsins, og fella út eða breyta. Óvæntan kynjamun sem kom fram á prófþáttunum Tjáning: Endurtekning setninga og Tjáning: Framburður fjölatkvæða orða þarf einnig að rannsaka nánar með formlegri hætti.
Objective: Language development assessment tests with adequate psychometric properties for Icelandic-speaking children are lacking. This problem has inspired the development of a new language developmental test, Málfærni eldri barna (MELB), intended for children aged four to six. The aim of this study was to evaluate whether the items included in each of the six subtests, that belong to the expressive language section of the test, are suitable for assessing expressive linguistic abilities of children aged four to six, in preparation for standardization of the test.
Method: The participants were 136 children from 19 preschools within the capital area of Reykjavik. All children tested were at the age of 4;0-4;3, 4;8-5;1 and 5;8-5;11 years and monolingual Icelandic-speaking with normal hearing, intelligence and language development, as reported by parents. Results were based on the average correct response rate for each subtest and item according to age groups, internal consistency reliability, as well as internal consistency if an item was deleted, item-total correlation for each item and correlation coefficients between subtests.
Results: A significant mean difference between age groups was evident for five out of six subtests. The results also revealed a significant mean difference by gender for two subtests. Internal consistency reliability was very good for the whole expressive language section, and ranged between acceptable and very good for individual subtests. A significant correlation was detected between all subtests.
Conclusions: The internal consistency of the language expression section of this new Icelandic language development test was sufficient. These results imply that the test is reliable for assessment of children’s strengths and weaknesses concerning expressive language. In addition, five out of six subtests demonstrated a satisfactory increase in performance by age. However, several items failed to meet standards of methodological quality in regards to a lack of increase by age, preferable average response rate or correlation to the scale in total. These items should be further evaluated before proceeding with standardization, in respect to which items should be included, revised and removed from the test. In order to account for the unexpected differences exhibited between genders in relation to average correct rate response on three subtests, further statistical analysis is also required.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þriðja forprófun á málþroskaprófinu Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) fyrir börn á aldrinum fjögurra til sex ára.pdf | 2,68 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman - yfirlýsing.pdf | 1,64 MB | Lokaður | Yfirlýsing |