is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32350

Titill: 
  • Titill er á ensku Origin of troctolites from Seljalandsheiði and Hrólfsvík, Iceland
  • Uppruni troktólíts frá Seljalandsheiði og Hrólfsvík
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    The chemical composition of 10 troctolite xenoliths was determined by electron microprobe analysis. The xenoliths come from two locations that are situated on distinct volcanic zones in Iceland, five from the “ankaramite” quarry of Seljalandsheiði, Eyjafjöll, and five from the bay of Hrólfsvík on the Reykjanes peninsula. To compare troctolites from these localities, all components of the samples roctolites were analyzed, including olivine, plagioclase, clinopyroxene, oxides and glass. The troctolites cover a large compositional range. The frorsterite content of olivine from Seljalandsheiði is 56.8-80.8, while that of the Hrólfsvík olivine varies between 77.2-88.1. Plagioclase from Seljalandsheiði and Hrólfsvík has anorthite content range of 69.3-86.5 and 79.9-92.3, respectively. Seljalandsheiði and Hrólfsvík clinopyroxene has Mg# between 72-84 and 83-88, respectively. Formation temperatures and pressures were calculated with multiple thermobarometers (olivine-liquid, plagioclase-liquid and clinopyroxene-liquid). The temperature range for Seljalandsheiði was 1134-1238°C. A discrepancy was noticed between olivine-liquid and plagioclase-liquid thermometers probably due to the high H2O content of melt in the Eyjafjöll region. The Hrólfsvík temperature range was 1082-1248°C. Pressure was only calculated with the clinopyroxene-liquid barometer and found to be 4.4-5.8 kbar ±1.4 kbar at Seljalandsheiði and 0.4-6.3 kbar ±1.4 kbar at Hrólfsvík. Interestingly troctolites seem to be crystalizing all over the crust at Hrólfsvík while they are confined to the upper part of the lower crust at Seljalandsheiði. Olivine-spinel pairs were used to calculate oxygen fugacity for the samples. The results show a large range in the calculated oxygen fugacity for Seljalandsheiði, between +0.34 and +1.15 logarithmic units relative to the quartz-fayalite-magnetite buffer (ΔlogfO2). Calculated ΔlogƒO2 for Hrólfsvík is lower and has a narrower range, between -0.97 and -0.19.

  • Efnagreiningar voru gerðar á tíu troktólít framandsteinum frá tveimur gosbeltum á Íslandi. Fimm steinar koma frá ankaramít grjótnámu á Seljalandsheiði í Eyjafjöllum, og fimm frá Hrólfsvík á Reykjanesskaga. Steindir sem finnast í troktólítinu eru ólivín, plagíóklas, pýroxen og oxíð, ásamt gler innlyksum. Allir þessir þættir troktolítsins voru efnagreindir og svæðin borin saman. Forsterít hlutfall ólivínsins frá Seljalandsheiði er 56.8-80.8 og í ólivíni frá Hrólfsvík mælist forsterít hlutfallið 77.2-88.1. Plagíóklas frá Seljalandsheiði hefur anorþít hlutfall á bilinu 69.3-86.5, en í plagíóklasi frá Hrólfsvík er það 79.9-92.3. Klínópýroxen frá Seljalandsheiði hefur Mg# á bilinu 72-84 og í klínópýroxeni frá Hrólfsvík er það á bilinu 83-88. Hita- og þrýstingsmælar voru notaðir til þess að ákvarða hita og þrýsting kristöllunar fyrir þær steindir sem fundust í troktólítunum. Kristöllunar hitastig sýna frá Seljalandsheiði mældist á bilinu 1134-1238°C. Mikill munur var á hitastigi kristöllunar sem fæst annars vegar með ólivínmælinum og hins vegar með plagíóklasmælinum, sem er hugsanlega hægt að skýra út frá háu H2O innihaldi kvikunnar sem myndaðist undir Eyjafjöllum. Kristöllunar hitastig sýna frá Hrólfsvík mældist 1200-1248°C. Þrýstingur var aðeins reiknaður með klínópýroxen þrýstingsmæli og var 4.4-5.8 kbar ±1.4 kbar fyrir Seljalandsheiði og 0.4-6.3 kbar ±1.4 kbar fyrir Hrólfsvík. Áhugavert er að troktólít virðist myndast í allri skorpunni á Hrólfsvíkursvæðinu á meðan myndun troktolíts er skorðuð við neðri hluta skorpunnar á Seljalandsheiði. Ólivín-spínil pör voru notuð til þess að reikna út súrefnisþrýsting (oxygen fugacity). Reiknuð gildi fyrir Seljalandsheiði eru á bilinu +0.34 og +1.15 á meðan reiknuð gildi sýna frá Hrólfsvík eru á bilinu -0.97 og -0.19, lógaritmískar einingar miðað við kvars-fayalít-magnetít dúann (ΔlogfO2).

Samþykkt: 
  • 4.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32350


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viktor_Þór_Georgsson_-_Origin_of_troctolites_from_Seljalandsheiði_and_Hrólfsvík,_Iceland.pdf5.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf128.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF