Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32351
Rannsóknir hafa leitt í ljós að fylgiraskanir séu algengar hjá einstaklingum á einhverfurófi og fylgiraskanir geta ýtt undir einkenni einhverfu og þannig skert lífsgæði og góðar framtíðarhorfur. Þar sem rannsóknir benda til að þunglyndi sé algeng fylgiröskun einhverfu er markmið þessarar rannsóknar að kanna tíðni þunglyndis hjá íslenskum einstaklingum með einhverfu í tengslum við evrópskt samstarfsverkefni. Alls tóku 1903 sjálfboðaliðar þátt í rannsókninni sem var þrískipt. 631 einstaklingur með einhverfu tók þátt, af þeim voru 23 íslenskir. Þá tóku þátt 570 umönnunaraðilar, 44 af þeim voru íslenskir. 702 fagaðilar svöruðu könnuninni, þar af 47 Íslendingar. Niðurstöður voru í samræmi við eldri rannsóknir sem sýna aukna tíðni þunglyndis hjá einstaklingum á einhverfurófi. Af heildarhópnum voru 64,8% sem greindu frá þunglyndi. Þegar aðeins íslenski hópurinn var skoðaður sýndu niðurstöður að 66,7% þátttakenda greindu frá þunglyndi. 78,9% fagaðila töldu að þunglyndi væri algengara hjá einstaklingum með einhverfu miðað við einstaklinga sem ekki væru á einhverfurófi. Há tíðni þunglyndis hjá einstaklingum með einhverfu er áhyggjuefni. Mikilvægt er því að vera vakandi fyrir einkennum til að grípa inn í með meðferð.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| BsRitgerdAroraHuld.pdf | 471,87 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| IMG_20190205_0001_NEW.pdf | 240,08 kB | Lokaður | Yfirlýsing |