is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32352

Titill: 
 • Algengi málhljóðaröskunar meðal fjögurra ára íslenskra barna: Faraldsfræði og réttmætisathugun á íslenskri þýðingu ICS-kvarðans
 • Titill er á ensku Prevalence of Speech Sound Disorder in Four-Year-Old Icelandic Children: Epidemiology and Validity of the Icelandic Version of Intelligibility in Context Scale (ICS)
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þegar barn á í erfiðleikum með framburð eða er á eftir jafnöldrum sínum í þróun málhljóða er talað um að það hafi málhljóðaröskun. Málhljóðaröskun getur valdið samskiptaerfiðleikum og haft áhrif á nám og líðan. Það er því mikilvægt að börn sem eru með málhjóðaröskun fái meðferð því rannsóknir benda til þess að íhlutun skili árangri. Engin faraldsfræðirannsókn hefur verið gerð á málhljóðaröskun á Íslandi og því ekki vitað hve mörg börn glíma við þessa erfiðleika og hvort mögulega sé þörf á að skima fyrir vandanum. Markmið rannsóknarinnar er að kanna algengi málhljóðaröskunar hjá fjögurra ára íslenskum börnum ásamt því að forprófa nánar kvarðann Intelligibility in Context Scale (ICS) sem metur skiljanleika tals. Foreldrar meta skiljanleika tals barns síns hjá mismunandi viðmælendum með því að gefa stig á kvarðanum 1-5 en skiljanleiki barna getur verið misjafn eftir því hver það er sem hlustar.
  Rannsóknin var gerð í samstarfi við Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og tóku tíu þátt af þeim19 heilsugæslustöðvum sem boðin var þátttaka. Foreldrum sem komu með börn sín í fjögurra ára skoðun á rannsóknartímabilinu var boðið að taka þátt í rannsókninni með því að fylla út samþykkisyfirlýsingu og ICS kvarðann. Upplýsingum var einnig safnað um það hvort foreldrar höfðu áhyggjur af tali barna sinna samkvæmt Parents Evaluation of Developmental Status (PEDS) en það er tíu atriða spurningalisti um almenna þroskaframvindu. Af þeim 223 börnum sem mættu í fjögurra ára skoðun á rannsóknartímabilinu voru 129 börn sem tóku þátt (73 drengir og 56 stúlkur). Þau voru á aldrinum 4;0-5;2. Börnum sem fengu fjögur stig eða minna á ICS kvarðanum og/eða áttu foreldra sem höfðu áhyggjur af tali barnanna samkvæmt PEDS var boðið að koma í nánara framburðarmat þar sem Málhljóðapróf ÞM var lagt fyrir börnin og foreldrar fylltu út spurningalista með ýmsum bakgrunnsupplýsingum. Skörun var á þessum hópum, þ.e. börn sem fengu fjögur stig eða minna á ICS kvarðanum áttu oft foreldra sem höfðu áhyggjur af tali þeirra. Börn undir viðmiðum í skimuninni voru samtals 41, þar af mætti 31 barn í nánara framburðarmat. Einnig voru átta börn sem voru yfir viðmiðum á ICS kvarðanum prófuð til samanburðar. Viðmiðið fyrir málhljóðaröskun var einu og hálfu staðalfráviki fyrir neðan meðaltal samanburðarhóps á Málhljóðaprófi ÞM.
  Í þessari rannsókn mældist algengi málhljóðaröskunar fjögurra ára íslenskra barna 14,7%. Aðrar helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að innri áreiðanleiki íslenskrar þýðingar ICS kvarðans var hár (α=0.943). Marktæk miðlungs há, jákvæð fylgni (r=0,514) mældist á milli ICS kvarðans og Málhljóðaprófs ÞM. Fram kom marktækur munur á niðurstöðum ICS kvarðans eftir því hvort foreldrar höfðu áhyggjur af tali barns síns samkvæmt PEDS (p<0,001). Einnig höfðu börn sem fengu fjögur stig eða minna á ICS kvarðanum marktækt lægra meðaltal á Málhljóðaprófi ÞM en börn sem fengu hærra en fjóra (p<0,004). Til að kanna hvort nýta megi ICS kvarðann til þess að skima fyrir framburðarerfiðleikum hjá fjögurra til fimm ára íslenskum börnum þyrfti að athuga næmi og sértæki hans.

 • Útdráttur er á ensku

  If a child has difficulties with speech sound production or lags behind peers in learning sounds, he/she is said to have a speech sound disorder. Speech sound disorder (SSD) can cause communication problems and therefor affect learning and wellbeing. For those reasons it is important for children with SSD to receive help because speech therapy has proven affective according to research. No epidemiological studies have so far been conducted on SSD in Iceland and therefore it is not known how many children have difficulties in that area and if there is indeed a need to screen for the problem. The aim of the study was to explore the prevalence of SSD in four-year-old Icelandic children. The aim was also to pretest the Icelandic translation of the Intelligibility in Context Scale (ICS). The ICS is a screening tool that evaluates intelligibility of the speech. Parents evaluate the intelligibility of their child’s speech in varius contexts but intelligibility can differ depending on the listener.
  This study was done in collaboration with The Primary Health Care of the Reykjavík capital area, 19 health clinics were contacted and 10 of them participated in the study. Parents who came with their children to the four-year-old checkup over an eight-week period were asked to participate by filling out a consent form and the ICS. Information were also collected about whether parents had concerns about their child’s speech, according to Parents Evaluation of Developmental Status (PEDS) which is a ten item questionnaire about general development. Total of 223 parents came with their children to the four-year-old checkup and 129 parents participated in the study (73 boys og 56 girls), at the age 4;0-5;2. Children who received four points or less on the ICS and/or had parents who had concerns about how their child’s speech according to PEDS were asked to come back for a more thorough speech sound assessment. There was an overlap in those two groups, that is children who got four points or less on ICS often also had parents who had concerns about how their child talked. Málhljóðapróf ÞM was used to evaluate the speech. Parents also filled out a questionnaire for background information. Total of 41 children met the screening criteria, 31 children were assessed further. Eight children (6%) were also assessed for comparison. Criteria for SSD was set for one and a half standard deviation below the mean of the comparison group on the Málhljóðapróf ÞM.
  In this study the prevalence of SSD for four-year-old children in Iceland was 14,7%. Other main results show that the Icelandic translation of the ICS has high internal reliability (α=0.943). Significant medium high correlation (r=0.514) was found between the ICS and Málhljóðaprófs ÞM. There was a significant difference in the results of the ICS for children whose parents who had concerns about their child’s speech compared to those parents who did not have concerns according to PEDS (p<0.001). Children who received four points or less on the ICS also had significantly lower scores on Málhljóðapróf ÞM compared to children who got higher than four on the ICS (p<0.004). Before determining whether the ICS can be used to screen for speech sound disorder in four to five-year-old Icelandic children, sensitivity and specificity of the scale needs to be studied further.

Samþykkt: 
 • 5.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32352


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Algengi málhljóðaröskunar.pdf856.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Sigríður Ásta.pdf107.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF