Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32357
Background and aims: Irritable Bowel syndrome (IBS) is a functional disorder in the digestive tract characterized as abdominal pain, bloating, flatulence and altered bowel function. IBS affects physical, psychological, social and economic state of being and has impact on quality of life. Foods that contain high FODMAPs (fermentable oligo-, di, monosaccharides and polyols) have been linked with worsening symptoms of IBS patients. FODMAPs are short-chains of carbohydrates of various lengths and are poorly absorbed in the small intestine.
The primary aim of this thesis was to test the feasibility of providing dietary management with low FODMAP diet in an Icelandic population. A secondary aim was to assess IBS symptoms in a group receiving dietary management by a nutrition specialist and another group following a “self-taught” low FODMAP diet, and to evaluate the compliance to the FODMAP diet.
Method: Patients (n=21) that met Rome IV criteria for IBS were invited to participate in the study. Five of them declined to participate and two were excluded. Fourteen subjects (12 females, 2 males, average age 36,6 ± 13,3 years) were randomly assigned to a group receiving information on where to read about low FODMAP diet online (in English), referred to as “self-taught” (n=7), and another group receiving dietary management (n=7) from a nutrition specialist. Both groups followed low a FODMAP diet for 4 weeks. Symptoms were assessed with the IBS-severity scoring system (ISB-SSS) (during screening week, week 2 and at the end of the study), and four-day food record was used to assess compliance to the low FODMAP diet.
Results: Total of 13 subjects completed the dietary intervention (6 subjects in the “self-taught” group and 7 subjects in the dietary management group). Symptoms decreased significantly in both groups from baseline to 4 weeks, 283 ± 37 vs.142 ± 64, (p=0.007) and 351 ±96 vs. 124 ± 73 (p<0.001), in the “self-taught” group and dietary management group, respectively. Clinical reduction in IBS-SSS (≥50 points) was seen in all subjects in the dietary management group and for 5 subjects (83%) in the “self-taught” group. According to the four-day food records during the intervention, the average percentage of meals containing high FODMAP foods was 53% in the “self-taught” group and 8% in the dietary management group.
Conclusion: There was a good feasibility (low-dropout rate) and improvement in symptoms in both groups. Although the compliance to the FODMAP diet was greater in the diet management group, the study suggests that a “self-taught” strategy might be used in combination with individual dietary management. However, it might be important to inform the subjects about the low FODMAP diet and prepare guidelines on the diet in Icelandic.
Bakgrunnur og markmið: Iðraólga er krónískur starfrænn kvilli í meltingarvegi sem einkennist af kviðverkjum, uppþembu, vindgangi og breyttri þarmastarfsemi. Iðraólga hefur áhrif á líkamlegt, andlegt, félagslegt og fjárhagslegt ástand og getur þannig haft áhrif á lífsgæði. Matvæli sem innihalda FODMAP (gerjanlegar fá-, tví- og einsykrur og fjölalkóhóla) hafa verið tengd við verri og/eða versnandi einkenni hjá einstaklingum með iðraólgu. FODMAP eru stuttar kolvetnakeðjur af ýmsum stærðum sem frásogast illa í smáþörmum. Megin markmið verkefnisins var að rannsaka fýsileika þess að að veita næringarmeðferð með lág FODMAP mataræði. Markmiðið var einnig að kanna breytingar á einkennum iðraólgu í tveimur mismunandi hópum, annars vegar hóp sem fékk upplýsingar um það hvar hægt væri að afla sér rafrænar upplýsingar um FODMAP og hins vegar hóp sem fékk einstaklingsmiðaða næringarmeðferð sem og að kanna hversu vel hóparnir tileinkuðu sér lág FODMAP mataræði á íhlutunartímablinu.
Aðferð: Tuttugu og einum sjúklingi sem uppfylltu skilyrði Rome IV viðmiðun fyrir iðraólgu var boðið að taka þátt, en þar af voru fimm sem neituðu þátttöku og tveir einstaklingar útilokaðir vegna inntökuskilyrða. Þátttakendum (n=14; 12 konur, 2 karlar, meðaaldur 36,6 ± 13,3 ár) var slembiraðað í tvo hópa. Báðir hóparnir fylgdu lág FODMAP mataræði í fjórar vikur. Annar hópurinn þurfti að afla sér upplýsinga um mataræðið á netinu sjálfur (upplýsingar á ensku) (n=7) en hinn hópurinn fékk einstaklingsmiðaða næringarmeðferð (n=7). Einkenni iðraólgu voru metin með IBS-severity scoring system (IBS-SSS) í upphafi rannsóknar, eftir tvær vikur og í lok rannsóknar. Fjögurra daga matardagbók var notuð til að kanna hversu vel hóparnir tileinkuðu sér lág FODMAP mataræðið.
Niðurstöður: Alls luku 13 þátttakendur rannsókninni (6 þátttakendur í hópnum sem aflaði sér upplýsinga sjálfur og 7 þátttakendur sem fengu einstaklingsmiðaða næringarmeðferð). Þátttakendur í báðum hópum fundu fyrir minni einkennum iðraólgu í lok rannsóknar samanborði við uppaf rannsóknar. Heildar IBS-SSS stig voru 283 ± 37 við upphaf og 142 ± 64 eftir fjórar vikur (p= 0,007) í hópnum sem aflaði sér upplýsinga sjálfur og 351 ± 96 vs. 124 ± 73 (p <0,001) í hópnum sem fékk einstaklingsmiðaða næringarmeðferð. Klínísk lækkun á IBS-SSS (≥50 stig) sást meðal meðal fimm einstaklinga (83%) sem leitaði sér upplýsinga sjálfur en á meðal allra þátttakenda sem fengu einstaklinsmiðaða næringarmeðferð. Skráningar í matardagbók á íhlutunartímabilinu benti til þess að hlutfall máltíða sem innihélt matvæli há í FODMAP hafi verið 53% meðal þátttakenda sem aflaði sér upplýsinga um FODMAP sjálfir en 8% hjá hópnum sem fékk einstaklingsmiðaða næringarmeðferð.
Ályktanir: Fýsileiki rannsóknarinnar virðist góður (lágt brottfall) og einkenni iðraólgu minnkuðu hjá báðum hópum á íhlutunartímabilinu. Þrátt fyrir að þátttakendur sem fengu einstaklingsmiðaða næringarráðgjöf virtust eiga auðveldara með að tileinka sér lág FODMAP mataræði samanborið við þá sem öfluðu sér upplýsinga sjálfir, bendir rannsóknin til þess að unnt sé að nýta báðar aðferðir í bland. Í þessu samhengi gæti þó verið mikilvægt að auka aðgengi að upplýsingum um lág FODMAP mataræði á íslensku.
Lykilorð: Iðraólga, FODMAP, lág FODMAP mataræði, mataræði, næring, næringarmeðferð
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
IngunnIngvarsd_meistararitgerð.pdf | 1.8 MB | Lokaður til...01.02.2029 | Heildartexti | ||
Lokaverkefni_yfirlýsing_IngunnIngvarsd.pdf | 165.08 kB | Lokaður | Yfirlýsing |