en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3236

Title: 
 • Title is in Icelandic Hver eru áhrif lánsfjárkreppunnar á samruna og skuldsettar yfirtökur fyrirtækja?
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmiðið með þessari ritgerð er að leitast við að svara þeirri spurningu hver áhrif alþjóðlegu lánsfjárkreppunnar, sem hófst í júlí árið 2007 eru á samruna og skuldsettar yfirtökur fyrirtækja (M&A). Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er fjallað um eðli og tegundir þessara viðskiptagerninga. Þar kemur m.a. fram að samrunar og yfirtökur eru viðskipti þar sem fyrirtæki sameinast eða fyrirtæki eru yfirtekin af öðrum og þau hætta að starfa í sinni eldri mynd. Ástæður fyrir þessum viðskiptum eru mismunandi og fara eftir ásetningi kaupenda. Þannig getur verið um að ræða samruna, sameiningu, tilboð til hluthafa, kaup á eignum, stjórnendayfirtökur og yfirtökur frá óháðum aðila. Helstu rök fyrir því að fyrirtæki ráðast í samruna og yfirtökur er að ná fram samlegðaráhrifum. Fjármögnun við samruna og yfirtökur er í formi reiðufés, hlutabréfa og lántöku.
  Í öðrum hluta er fjallað um lánsfjármarkaði og upphaf hinnar svokölluðu lánsfjárkrísu. Þar kemur m.a. fram að rætur lánsfjárkreppunnar liggja í ótta bandaríska seðlabankans við verðhjöðnun í upphafi þessa áratugar. Vegna þessa lækkaði bandaríski seðlabankinn stýrivexti sína markvisst og mörg önnur vestræn ríki fylgdu sama fordæmi til að tryggja samkeppnishæfni sína á hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði. Þetta olli því að eignabóla myndaðist á fasteigna- og hlutabréfamörkuðum. Vegna lækkandi vaxtastigs leituðu fjárfestar í áhættusamari fjármálaafurðir til að tryggja viðunandi ávöxtun. Fjármálaafurðir á borð við svokallaða skuldabréfavafninga urðu vinsælar. Þá voru lán auðfengin í samruna og yfirtökur þar sem vextir í slíkum viðskiptum voru yfirleitt með góðu álagi og skiluðu góðri þóknun til fjárfestingabanka. Fyrirtæki voru metin á háum EBITDA-margföldurum meðal annars vegna lágs fjármagnskostnaðar. Þegar hrikta fór í greiðslustreymi af svokölluðum undirmáls veðlánum í Bandaríkjunum kipptu fjárfestar að sér höndum og reyndu að losna út úr stöðum sínum. Í kjölfarið varð keðjuverkandi hrun sem olli því að lausafjármarkaðir þornuðu upp.
  Í þriðja hluta er tekin fyrir yfirtaka Eimskips á kæligeymslufyrirtækjunum Atlas Trust og Versacold. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á ákvarðanaferli og afleiðingar yfirtöku þessara fyrirtækja gagnvart Eimskipafélaginu, en lánsfjárkreppan svokallaða skall á í miðjum klíðum. Í lokin eru birtar niðurstöður úr þessari rannsókn í samhengi við rannsóknarspurninguna og aðra þætti ritgerðarinnar.
  Lykilorð: Samrunar, yfirtökur, fjármögnun, lánsfjárkreppa og Eimskip

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað
Accepted: 
 • Jul 22, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3236


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni_Skuli Bjornsson.pdf838.75 kBLocked"Hver eru áhrif lánsfjárkreppunnar á samruna og skuldsettar yfirtökur fyrirtækja?"-heildPDF