is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild / Department of Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32360

Titill: 
  • Þekking og fræðsla einkaþjálfara á þjálfun fólks með þunglyndi og kvíða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þekking einkaþjálfara á þjálfun fólks með geðraskanir hefur ekki verið mikið skoðuð. Það hafa þó verið gerðar margar rannsóknir um hreyfingu sem meðhöndlun í meðferðum á fólki með geðraskanir og þá helst með þunglyndi og kvíða. Rannsóknir hafa sýnt að þjálfun fólks með kvíða og þunglyndi þarf að nálgast á annan hátt en þjálfun fólks sem glímir ekki við þessar geðraskanir og þá sérstaklega þeirra sem eru langt leiddir. Í þessari rannsókn var sendur út spurningalisti á einkaþjálfara í öllum helstu líkamsræktarstöðum höfuðborgarsvæðisins. Spurningarnar voru aðallega um menntun og þekkingu þeirra á þunglyndi og kvíða. Helstu niðurstöðurnar voru að allir einkaþjálfarar spyrja skjólstæðinga sína um líkamlega heilsu þeirra en einungis tæplega helmingur spyr alltaf skjólstæðinga sína um andlega heilsu þeirra. Flestir einkaþjálfararnir töldu sig hafa þó nokkra reynslu af þjálfun fólks með þunglyndi og kvíða en meiri hluti þeirra höfðu þó ekki fengið neina fræðslu um það hvernig best væri að nálgast þjálfun fólks með þessar geðraskanir. Það má því álykta að fræðsla um það hvernig best sé að nálgast líkamsþjálfun fólks með geðraskanir sé ekki nægileg í námi eða fræðslu einkaþjálfara.

Samþykkt: 
  • 11.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32360


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð (1)-converted.pdf454.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna