en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/32361

Title: 
  • Title is in Icelandic Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins : þrek- og þolmælingar á starfsmönnum SHS
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar rannsóknar var að leggja fram tillögur að uppfærslu og betrumbætingu á líkamlegu stöðuprófi starfsmanna Slökkviliðs höfuðborgasvæðisins (SHS), sem allir starfsmenn sem fara í útköll þurfa að taka árlega. Alls tóku 23 starfsmenn SHS þátt í rannsókninni og ný próf voru keyrð og borin saman við þau sem nú eru í notkun. Skoðað var hvað slökkvilið annars staðar í heiminum kanna í slíkum prófum og notaðar erlendar rannsóknir til að ákvarða hvaða próf líkjast best þeim aðstæðum sem verða á vettvangi slökkvistarfs. Að auki var skoðað hvort að sömu kröfur ættu að vera gerðar til allra aldurshópa og beggja kynja þar sem erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að það hallar á konur þegar það kemur að líkamlegum þáttum eins og styrk og loftháðu þoli. Niðurstöður leiddu í ljós að elsti hópurinn, sem starfsmenn á aldursbilinu 44-59 ára tilheyrðu, skoruðu lægst á öllum prófum fyrir utan gripprófið og er það í samræmi við aðrar rannsóknir. Konurnar voru með töluvert lakari gripstyrk, og tveir einstaklingar hefðu fallið á nýju prófunum ef þau væru tekin í dag og einn hefði fallið á prófunum sem eru nú í notkun. Fylgnin var sterkust með æfingum sem tóku á efri hluta líkamans. Miðað við niðurstöður erlendra rannsókna líkist nýja þol og þrekprófið mikið meira þeim aðstæðum sem starfsmenn verða fyrir á vettvangi heldur en þau próf sem notuð eru nú.

Sponsor: 
  • Sponsor is in Icelandic Slökkvilið Höfuðborgasvæðisins
Accepted: 
  • Feb 11, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32361


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS verkefni lokaskil.pdf295.97 kBOpenComplete TextPDFView/Open