is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32362

Titill: 
  • Fjölþáttakvíðakvarði fyrir börn (Multidimensional Anxiety Scale for Children): Kerfisbundið yfirlit á próffræðilegum eiginleikum á íslensku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölþáttakvíðakvarði fyrir börn (MASC) er skimunarlisti sem metur fjórar víddir kvíða, líkamleg einkenni, flótta og forðunarhegðun, félagskvíða og aðskilnaðarkvíða/felmtur. Markmið eftirfarandi rannsóknar var að meta próffræðilega eiginleika kvarðans í íslensku úrtaki með aðferðum kerfisbundins yfirlits (systematic review) . Leitað var kerfisbundið að greinum sem fjölluðu um íslenskar rannsóknir á kvarðanum. Samtals voru 185 útdrættir skimaðir og að lokum voru 20 greinar valdir úr sem uppfylltu þátttökuviðmið. Meðaltöl og staðalfrávik voru svipuð og í erlendum rannsóknum, hærri í klínísku úrtaki en almennu og stúlkur skoruðu almennt hærra á öllum þáttum. Innra sæmræmi var viðunandi í öllum rannsóknum og í samræmi við erlendar rannsóknir sem og aðgreiningar- og samleitisréttmæti. Einnig var forspárréttmæti í samræmi við erlendar niðurstöður, félagskvíðaundirþáttur MASC spáði fyrir félagskvíðaröskun og undirþátturinn aðskilnaðarkvíði/felmtur spáði fyrir aðskilnaðarkvíðaröskun. Tvær íslenskar rannsóknir taka fram að fjögurra þátta lausn sé best fyrir íslenskt úrtak. Í heildina litið er kvarðinn áreiðanlegur og gagnlegur listi sem fagfólk getur nýtt til að skima eftir kvíðaeinkennum hjá börnum og unglingum.

Samþykkt: 
  • 11.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerð_Theodora_MASC.pdf676.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_theodora.pdf322.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF