is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3237

Titill: 
 • Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og útrás : Samherji, Útgerðarfélag Akureyringa og Þormóður rammi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmiðið með verkefninu er að skoða alþjóðavæðingu þriggja íslenskra útgerðarfélaga sem hafa verið í útrás, draga saman reynslu þeirra af útrásinni, greina þá þætti sem eru vænlegastir til vinnings og meta hvort fyrir hendi séu frekari tækifæri íslenskrar útgerðar til útvíkkunar á erlenda markaði.
  Nokkur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fóru upp úr 1990 að skoða möguleika sína á erlendum mörkuðum, fyrst og fremst vegna takmörkunar á kvóta og aukins kostnaðar hér heima. Misjafnt var hvernig fyrirtækin stóðu að útrásinni og hvernig stjórnendur þeirra fléttuðu hina nýtilfengnu erlendu starfsemi inn í reksturinn og framtíðarsýn fyrirtækjanna.
  Árangur erfiðisins var misgóður hjá félögunum og er óhætt að segja að útrásin hafi ekki alltaf reynst auðveld, mörg mistök voru gerð sem kostuðu hin íslensku félög töluvert fjármagn. Ofmat Íslendingana á sjálfum sér og vanmat þeirra á vinnuháttum, menningu og umhverfi heimamanna reyndist þeim dýrkeypt. Það er því mikilvægt að læra vel á umhverfið og aðlaga sig að aðstæðum í öðrum löndum, ekki taka sinn menningarheim og ætla að yfirfæra hann á hið nýja svæði
  Útgerðirnar þrjár sem voru skoðaðar í verkefninu lentu allar í vandræðum með vinnuafl og verkalýðsfélög. Mikilvægt er að átta sig á því þegar verið er að sækjast í ódýrt vinnuafl, að vinnulöggjöfin getur verið með þeim hætti að þetta er kannski ekki eins ódýrt vinnuafl og ætla mætti, ekki láta glepjast af fríum aðgangi að auðlind.
  Samherji hefur vaxið og dafnað í gegnum árin og nemur nú erlend starfsemi félagsins um 70% af heildarstarfseminni, sem teygir anga sína til Bretlands, Skotlands, Færeyja, Þýskalands, Póllands, Noregs og jafnvel til stranda Afríku. Að sama skapi hafa Þormóður rammi og ÚA selt erlenda starfsemi sína og standa ekki í neinni útrás í dag. Í kenningalegu tilliti er því áhugavert að greina að Samherji hefur verið nánast alþjóðlegt fyrirtæki frá upphafi (e. Borne Global) ólíkt Þormóði ramma og ÚA sem höfðu aðrar áherslur.
  Líklega er vænlegast til vinnings að starfa náið með hinum erlenda samstarfsaðila og nýta þekkingu hans og bolmagn í stað þess að flytja hluta starfseminnar burt. Einnig er góður undirbúningur mikilvægur og menn ættu ekki að líta á sinn þekkingarheim sem þann eina rétta heldur aðlaga sig nýju umhverfi og menningu.

Samþykkt: 
 • 22.7.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Sigríður M Hammer 8.05.2009. Lokaútgáfa, með forsíðu.pdf690.63 kBOpinnPDFSkoða/Opna