is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32371

Titill: 
 • „Það er sem sagt verið að úthluta lífsgæðum“ Starfsánægja einstaklinga með þroskahömlun sem vinna á vernduðum vinnustöðum
 • Titill er á ensku “Quality of life is being assigned” Job Satisfaction among people with intellectual disabilities working in sheltered workshop
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn inn í reynslu og upplifun starfsmanna á vernduðum vinnustöðum, ásamt því að kynnast því hvaða þættir þau upplifa að hafi áhrif á starfsánægju þeirra. Upplifun fagaðila á vernduðum vinnustöðum var einnig skoðuð til að fá skilning frá öðru sjónarhorni. Tekin voru þrjú hálfstöðluð og opin viðtöl (e. in-depth interview) við fagaðila á sviði atvinnumála fatlaðs fólks og átta viðtöl við einstaklinga með þroskahömlun sem unnu á vernduðum vinnustöðum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að viðhorf fagaðila og upplifun einstaklinga sem unnu á vernduðum vinnustöðum á því hvaða þættir skiptu mestu fyrir starfsánægju voru oft á tíðum mjög samhljóða. Fyrir starfsmenn verndaðra vinnustaða var mikilvægast að eiga í góðum félagslegum samskiptum við samstarfsfólk þegar kom að ánægju í starfi. Þeir sem unnu á vernduðum vinnustöðum þótti mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni og þótti leiðinlegt að gera ekki neitt. Fagaðilar voru sammála því að það væri mikilvægt. Fagaðilar lögðu mikla áherslu á launamál. Upplifun starfsmanna var þó mismunandi því tengdu. Samsetning á vinnustað töldu fagaðilar að nauðsynlegt væri að hugsa út í þegar úthlutun á vernduðum vinnustað á sér stað en skortur á úrræðum sé þar vandamál. Viðmælendur sem unnu á vernduðum vinnustöðum þótti mikilvægt að hafa val um þau verkefni sem unnin eru og nokkrir upplifðu sem svo að það væri á valdi annarra. Meginniðurstaðan var sú að margskonar þættir hafa áhrif á starfsánægju á vernduðum vinnustöðum og ekki var upplifun allra viðmælenda sú sama á þeim þáttum. Niðurstöður gefa vísbendingar um að huga þurfi betur að starfsvali fatlaðs fólks á vernduðum vinnustöðum og auka þarf úrræði fyrir þau á vinnumarkaðinum.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the study was to gain insight into the experience of sheltered workshop, as well as getting to know factors which people with intellectual disabilities experience that affect their job satisfaction. The experience of professionals in sheltered work was also examined to gain an understanding from another perspective. Three semi-structured and in-depth interviews were conducted with professionals in the field of employment of those with disabilities and eight interviews among individuals with intellectual disabilities working in a sheltered workshop. The conclusion of the study revealed that the experience of professionals and individuals working in sheltered workshop was often very similar. For employees working in sheltered workshops, it was most important of all to have a good social relationship with their colleagues, which also had a positive effect on their job satisfaction. Those working in a sheltered workshop felt it was important having something to do and felt bored when doing nothing. Professionals agreed that sheltered workshops would be a good way to counter that. In a discussion with professionals, it was evident how important they felt wages were for employees in sheltered workshop. In relation to that, employee experiences varied. Professionals considered workshop composition important when allocating a sheltered workshop, however, lack of resources is a problem. Interviewees working in a sheltered workshop felt it was important to have a choice of which task they do at work, and some felt it was in the authority of others. The main conclusion was that many factors influenced job satisfaction in sheltered workshops and the experience of all interviews was not always the same. Careful attention needs to be paid to job satisfaction among people with disabilities working in sheltered workshops and resources need to be increased for them in the labor market.

Samþykkt: 
 • 13.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak á skemmu.pdf760.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemman.pdf148.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF