is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32372

Titill: 
 • Jaðarsvæði í alfaraleið. Þetta var mjög stór rauð klessa
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Síðustu áratugi hefur orðið töluverð breyting á byggðamynstri og atvinnulífi í dreifðari byggðum landsins. Mörg dreifbýl svæði þurfa á uppbyggingu og fjölbreyttara atvinnulífi að halda og með auknum straumi ferðamanna til landsins hafa gefist ýmis tækifæri til atvinnusköpunar á þessum svæðum. Vegna þess hefur ferðaþjónustan verið álitin afmörgum sem atvinnugrein tækifæranna. Í rannsókn þessari var lagt upp með að skoða uppbyggingu ferðaþjónustu í Húnavatnshreppi og Blönduósbæ sem eru sveitarfélög er teljast til Austur Húnavatnssýslu og hafa verið skilgreind með viðvarandi fólksfækkun og fábrotna atvinnumöguleika. Á þessu svæði hefur ferðaþjónusta ekki vaxið í takt við aukinn ferðamannafjölda til landsins og var því talið áhugavert að skoða hvaða þættir gætu haft þar áhrif til að hægt sé að snúa vörn í sókn og íhuga uppbyggingu í ferðaþjónustu á góðum grunni. Til stuðnings við rannsóknina voru einkenni jaðarsvæða kynnt, notast við módel Sharpleys um auðmagn áfangastaða sér í lagi til að skoða áhrif mann- félags- og menningarauðs við uppbyggingu í ferðaþjónustu, velt upp samhengi áfangastaða við hreyfanleika, rými og ferðamennsku. Þar að auki var stuðst við hugmyndir Flyvbjerg um hugtakið phronesis og mikilvægi þess við mótun stefnu og framtíðarsýnar í ferðaþjónustu.
  Helstu niðurstöður voru að tækifæri í ferðaþjónustu á svæðinu er varða náttúru- og menningarauð eru næg en ýmsir þættir er varða samgöngur, staðsetning, ímynd og mann- og félagsauð svæðisins geta reynst takmarkandi í uppbyggingu á ferðaþjónustu. Í ljós kom að mann- og félagsauður svæðisins er fremur viðkvæmur með tilliti til hugmynda Sharpley um uppbyggingu á ferðaþjónustu, þá einna helst hvað varðar fámenni, einhæfa menntun, fjárhag, gamaldags hugarfar sem einkennist af nokkurs konar hrepparíg og samstöðuleysi. Niðurstöður gefa einnig til kynna að staðsetning svæðisins valdi því að það fellur á milli tveggja helstu áhrifasvæða á landinu sem eru á suðvesturhorninu og við Eyjafjörð. Auk þess kom í ljós að þjóðvegurinn og neikvæð ímynd eru samofin og það ásamt markaðssettri ímynd Íslands og ferðaskrifstofum ráka rýmið.
  Lykilorð: Jaðarsvæði, auðmagn áfangastaða, mannauður, félagsauður, hreyfanleiki, rými, rákað og samfellt, ímynd, hyggjuvit.

 • Útdráttur er á ensku

  In the last few decades the regional development and the economy of the rural areas in Iceland have been changing significantly. Many sparsely populated areas require development and further diversity in the economy and with tourism on the rise, various opportunities for creations of employment have presented themselves in these areas. For that reason, many are of the view that tourism is the industry of opportunity and have, in recent years, found it an attractive one for creation of employment. The aim of this research was to explore the structure of tourism in the municipalities of Húnavatnshreppur and Blönduósbær, both located in the county of Austur Húnavatnssýsla. Both municipalities are perpetually depopulated with non-diversified opportunities for employment. In this area tourism has not grown in line with the increase of tourists entering the country. It was therefore interesting to explore any contributing factors, in the view that this development might perhaps be affected and acceleration of the development of tourism considered, from a solid foundation. The research is supported by the definition of peripheral areas; use of Sharpley’s model on destination capitals, in particular to view the effect of human- and sociocultural capital in the development of tourism; the context of destinations and mobility, space and tourism explored; Flyvbjerg ideas on the concept of phronesis and its importance when it comes to setting the direction and vision of tourism.
  The main conclusion of the research was that the opportunities for tourism in relation to natural- and cultural capital are endless, however the development of tourism can be limited by various factors in relation to transport through the area as well as its location, image and human- and social capital. It was discovered that the human- and social capital of the area is fragile, in terms of depopulation, undiversified education, conservative mentality, parochial rivalry and disagreements. It is also possible that due to the location of the area it is slightly lost in between two of the most influential areas; the south-west part of Iceland and Eyjafjörður. Finally, it became evident that the highway and a negative image are interwoven and along with the image of Iceland as marketed by travel agents who make the space striated if we use the ideas from Edward etc.
  Keywords: Peripheral areas, destination capitals, human capital, sociocultural capital, mobility, space, smooth and striated space, destination, image, phronesis.

Samþykkt: 
 • 13.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32372


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf160.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Telma Magnúsdóttir_Jaðarsvæði í alfaraleið.pdf1.76 MBLokaður til...01.01.2025HeildartextiPDF