Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32375
Skólasókn er mjög mikil eftir skyldunám á Íslandi. Stór hópur fer á bóknámsbrautir og eftir að hafa lokið stúdentsprófi stefnir hluti þeirra á háskólanám á meðan aðrir fara í annað nám eftir stúdentsprófið. Þá er ákveðinn hluti brautskráðra stúdenta sem fer ekki í frekara nám. Rannsókn þessi miðar að því að öðlast þekkingu á reynslu einstaklinga sem búa fjarri háskóla og hafa klárað stúdentspróf nálægt sinni heimabyggð en hafa ekki farið í frekara nám að því loknu. Áhersla var lögð á að kanna fyrri reynslu þátttakenda af skólakerfinu og þeim hindrunum sem þátttakendur töldu að stæðu í vegi fyrir því að þeir héldu í frekara nám. Tekin voru hálf opin viðtöl við þátttakendur í rannsókninni en þeir voru sjö talsins og eiga það allir sameiginlegt að hafa alist upp og eru búsettir á Austurlandi í dag. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að búseta og aðgengi að námi spilaði stóran sess í því að viðmælendur höfðu ekki farið í frekara nám. Sams konar niðurstöður hafa jafnframt komið fram í erlendum rannsóknum. Önnur atriði sem komu í ljós að hefðu áhrif á námsferil viðmælenda voru meðal annars fjárhagur, húsnæðismarkaður, stuðningsnet og innri hindranir. Ljóst er að ekki er hægt að benda á einn stakan þátt frekar en annan þar sem hindranir á námsferli viðmælenda er í flestum tilvikum margþættar. Aftur á móti varpa niðurstöðurnar ljósi á stöðu landsbyggðarinnar og sérstaklega Austurlands þegar kemur að háskólanámi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemmanyfirlýsing.jpg | 696,33 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
Sigrún Eva Grétarsdótti pdf (1).pdf | 415,05 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |