is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32380

Titill: 
  • Grunnskólakennarar og líðan þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kulnun og starfsþrot í starfi grunnskólakennara virðist vera sívaxandi vandamál á Íslandi sem og annars staðar. Í rannsókn þessari var skoðað hver staðan í þessum efnum er hjá kennurum grunnskóla í Reykjavík og var markmiðið með henni að sjá hvort þeir upplifðu kulnun í starfi eða ekki og hvaða þættir hefðu þar áhrif á, þá sérstaklega starfsumhverfi. Náms- og starfsráðgjafar og leiðbeinendur tóku einnig þátt í rannsókninni þar sem þeir tilheyra einnig Félagi grunnskólakennara. Rannsóknin var eins konar framhaldsrannsókn tveggja rannsókna um sama efni sem gerðar voru árin 1999 og 2005. Síðan þá virðist kulnun hafa aukist á meðal kennara. Kulnun mældist einnig á meðal náms- og starfsráðgjafa. Niðurstöðurnar voru nokkurn veginn í samræmi við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið um kulnun hjá kennurum. Þær benda til þess að taka þurfi þetta vandamál alvarlega og föstum tökum og koma í veg fyrir að fleiri kennarar láti af störfum eins og raunin er í samfélaginu nú á dögum. Margir þættir koma að kulnunarferli, svo sem starfsumhverfi, vinnuálag, heimilisaðstæður o.fl. Álag á kennurum mikið og margir kennarar virðast vera á barmi kulnunar og enn fleiri finna fyrir einkennum hennar læðast að sér. Ljóst er að hætta steðjar að starfsstéttinni og að gera þarf viðeigandi ráðstafanir til að sporna við þessum vanda eða koma í veg fyrir þetta ferli. Til þess þarf að auka vitneskju um kulnun og einkenni hennar svo hægt sé að grípa inn í um leið og hægt er. Kennarar þjóna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og má það ekki við því að missa fleiri kennara úr greipum sér.

  • Útdráttur er á ensku

    Burnout among elementary school teachers seems to be a growing problem in Iceland as well as other countries. This study examined the situation regarding this problem among primary school teachers in schools in the capital city of Iceland, Reykjavík. The aim was to see if they experience burnout at work or not and which factors contributed to it, especially their working environment. Career and guidance counselers and instructors also took part in the study as they are a part of The Primary School Teacher’s Association. The study was a continuation study of two similar studies made in 1999 and 2005. Since then, burnout has increased among teachers. Burnout was also detected among career and guidance counselers. The results were similar to other researches on the same matter and suggest that this matter is to be taken seriously and that it’s neccessary to prevent further loss of teachers from the profession, as has been happening in the society. There are many factors that come in to count when burnout takes place, such as working environment, workload, home conditions and more. Work load among teachers is heavy and many teachers seem to be on the verge of burning out and even more feel it’s symptoms. It is clear that there is a threat that lingers over elementary school teachers and that appropriate measures have to be taken to serve as counteracting or all together preventative act against the process of burnout. In order to do so there needs to be more knowledge on the matter and its symptoms so there is a possibility to intervene as soon as possible to make an attempt to prevent the process of burnout. Teachers are a key factor in the society and it can’t afford to lose any more of them.

Samþykkt: 
  • 15.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32380


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Regína Bergdís Erlingsdóttir.pdf717.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf34.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF