is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32381

Titill: 
  • Framhaldsskólanemendur sem gera hlé á námi: Einkenni og námsframvinda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var tvíþættur. Í fyrsta lagi að kanna tengsl á milli bakgrunns nemenda, fyrri námsárangurs og skuldbindingar þeirra til náms og skóla við að gera hlé á framhaldsskólanámi. Í öðru lagi að kanna hvort hlé frá námi spái fyrir um brotthvarf úr framhaldsskóla að teknu tilliti til þekktra áhættuþátta. Notuð voru gögn úr langtímarannsókninni Námsframvinda nemenda og skilvirkni framhaldsskóla. Gagnasöfnun fór fram árið 2007 og náði til allra almennra framhaldsskóla á landinu. Þátttakendur í þessari rannsókn voru 1326 nemendur. Þeir voru á aldrinum 17 og 18 ára þegar könnunin var lögð fyrir. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar sýndu að námshlé spáði fyrir um brotthvarf úr framhaldsskóla. Nemendur sem gerðu hlé á námi voru ólíklegri til að hafa lokið framhaldsskólanámi við 23 og 24 ára aldur. Þetta kom fram að teknu tilliti til bakgrunns nemenda, fyrri námsárangurs og skuldbindingar þeirra til náms og skóla. Þar að auki kom fram að þeir nemendur sem tóku sér meira en árshlé frá námi voru talsvert ólíklegri til að útskrifast samanborið við þá sem tóku árshlé. Meirihluti nemenda sem gerði hlé á námi í einungis eitt ár höfðu útskrifast úr framhaldsskóla þegar þeir voru 23 og 24 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um, að þó svo nemendur hætti námi, þarf það ekki þýða endalok námsferils þeirra, heldur byrjar nokkur hluti þeirra aftur í námi og lýkur því. Þá komu fram tengsl á milli þess að gera hlé á námi og menntunar foreldra, fyrri námsárangurs nemenda og skuldbindingu þeirra til náms og skóla. Nemendur sem stóðu verr að vígi námslega og áttu foreldra með litla formlega menntun voru líklegri til að taka sér hlé frá námi. Þá voru nemendur sem gerðu hlé á námi að jafnaði með minni metnað í námi og samsömun við skóla, og sýndu meiri óæskilega skólahegðun en þeir sem ekki tóku sér hlé. Fáar rannsóknir hafa beinst að nemendum sem snúa aftur í nám. Aukin þekking ætti að gagnast fagaðilum eins og náms- og starfsráðgjöfum til styðja betur við þennan nemendahóp.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is twofold, to examine whether stop-out at upper secondary school level (leaving school and returning later) predicts graduation and to explore the relationship between stop-out and student’s background, prior academic achievement and student engagement. Data was used from the longitudinal study Student educational progress and school effectiveness, which was conducted at baseline in 2007 in all upper secondary schools in Iceland. Participants in this study were 1326 students, at age 17 and 18. Results from logistic regression showed that stop-out predicted school dropout. Students who left school and returned later were less likely to have graduated by the age of 23 and 24 compared to those who did not take a break. These findings were pronounced even after taking into account students’ background, prior academic achievement and student engagement in upper secondary school. Furthermore, students who experienced longer stop-out spells, i.e. more than one year, were far less likely to graduate from upper secondary school than those who left school for a year and then returned. Majority of students who left for a year and then returned had graduated from upper secondary school, by the age of 23 and 24. These results indicate that leaving upper secondary school, does not signal the end of student educational attainment, rather it’s not uncommon that students leave school temporarily, reenroll later in life and graduate from upper secondary school. In addition, results demonstrated a relationship between stop-out and parental education, prior academic achievement and student engagement. Those who stopped out had parents with lower educational level, scored lower on standardized academic achievement tests at the end of compulsory school and had less engagement at upper secondary school compared to other students. Few studies have focused on students who stop-out from school. The above findings should prove useful for school professionals, such as career counselors, to better support this student group.

Samþykkt: 
  • 15.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaritgerðÁsbjörnÖrvar.pdf632.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing, Ásbjörn Örvar.pdf31.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF