is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32384

Titill: 
 • "Við erum í raun og veru öll í sama liði" : reynsla starfsfólks starfsendurhæfingarstöðva af stöðu og þróun starfsendurhæfingar á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Vinnan er stór þáttur í sjálfsmynd, sjálfsvirðingu og vellíðan fólks. Þátttaka í atvinnulífinu er eitt af megin viðfangsefnum lífsins og leggur grunninn að samfélagslegri stöðu. Í vestrænum ríkjum hefur síðustu áratugina færst í aukana að fólk á vinnualdri sé frá vinnu eða vinnumarkaði vegna veikinda, sérstaklega stoðkerfisvandamála og geðraskana, en slæm geðheilsa er víða ein stærsta áskorun vinnumarkaðarins.
  Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í starfsendurhæfingu á Íslandi frá sjónarhóli fagfólks sem starfar á starfsendurhæfingarstöðvum. Skoðað var hvort og með hvaða hætti þróun í málaflokknum hefur haft áhrif á störf þeirra og starfsumhverfi.
  Aðferð: Notað var eigindlegt rannsóknarsnið og gögnum safnað með samræðum í rýnihópum og einstaklingsviðtölum. Þátttakendur voru 18 talsins og höfðu flestir víðtæka reynslu af viðfangsefni rannsóknarinnar. Við greiningu gagna var stuðst við vinnulag grundaðrar kenningar og niðurstöðurnar settar fram í þemum sem lýsa stöðu og þróun starfsendurhæfingar í gegnum tíðina.
  Niðurstöður: Aðstæður og þjónusta starfsendurhæfingarstöðva höfðu breyst töluvert í gegnum tíðina. Dregið hafði úr sjálfræði stöðvanna og aðgengi notenda að þjónustunni þrengst sem hafði komið niður á rekstrarafkomu sumra þeirra. Stór hópur notenda var ungt fólk með geðræna erfiðleika sem hafði takmarkaða reynslu af vinnumarkaði og litla menntun. Þessi hópur þurfti lengri endurhæfingu og umfangsmeiri stuðning en reglur gerðu almennt ráð fyrir. Starfsfólk stöðvanna veitti heildstæða og einstaklingsmiðaða þjónustu í þeim tilgangi að auka möguleika notenda til að lifa góðu lífi, óháð því hvort þeir enduðu á vinnumarkaði eða ekki. Ýmsir þættir, bæði einstaklingsbundnir og kerfislægir, hindruðu árangur starfsendurhæfingar.
  Ályktun: Starfsendurhæfing er í stöðugri þróun í takt við stjórnsýslulegar breytingar á málaflokknum. Trygginga- og framfærslukerfið er veruleg hindrun í atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Það er því mikilvægt að þróa og bæta samstarf stofnana og stjórnsýslukerfa sem koma að starfsendurhæfingu til að ýta undir þátttöku og endurkomu fólks í vinnu.
  Lykilhugtök: Starfsendurhæfing, atvinnuþátttaka, sjónarmið fagfólks, eigindleg rannsókn, grunduð kenning, rýnihópar, einstaklingsviðtöl

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Work is an important part of peoples´ self-esteem, self- respect and wellbeing. Work participation is one of the main subjects in peoples´ life and a foundation for their social status. In recent decades sickness absence of people at working age has increased in many western countries. The most common health-related reasons are of musculoskeletal or mental origin, but mental health problems are today a major challenge in the labour market.
  Purpose: The purpose of this study was to get an overview of the development and situation of vocational rehabilitation in Iceland from the perspective of professionals working in the area and, furthermore, to explore how changes in the field has affected their professional work and work environment.
  Method: This was a qualitative research, supported by a grounded theory approach. Data was collected using focus groups and individual interviews. Eighteen professionals with a broad experience of the research subject participated in the study. Inductive analyses was performed using open and focused coding to create themes describing the participants´ experience of the subject.
  Results: The context and service of vocational rehabilitations centers had changed considerably over the years. The centers´ autonomy had decreased and the accessibility of clients to the service narrowed which in some cases had detrimental effect. A large group of clients was young people with mental health problems who had limited experience of the labor market and little education. Those clients needed longer services and more support than was generally suggested by customary regulations. The professionals provided comprehensive client centered service with the aim of increasing the clients´ possibility to live a good life, without consideration of whether they ended in the labor market or not. Various factors, both personal factors and institutional, prevented successful vocational rehabilitation.
  Conclusion: Vocational rehabilitation is constantly developing in accordance with administrative changes in the field. The insurance and support system is a significant barrier to employment of people with reduced working capacity. It is therefore important to develop and improve co-operation between institutions and administrative systems involved in vocational rehabilitation to support people´ participation and return to work.
  Key words: Vocational rehabilitation, work participation, perspective of professionals, qualitative research, grounded theory, focus groups, interviews

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.11.2020.
Samþykkt: 
 • 18.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32384


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Allt - Við erum í raun og veru öll í sama liði Asdis.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Allt - Við erum í raun og veru öll í sama liði - efnisyfirlit.pdf192 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Allt - Við erum í raun og veru öll í sama liði - heimildaskra.pdf341.1 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna