is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32385

Titill: 
 • Sjónarhóll - ráðgjafarmiðstöð : viðhorf foreldra og fagaðila til þjónustunnar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Skortur á stuðningi er einn helsti streituvaldur foreldra fatlaðra barna. Enginn opinber þjónustuaðili á Íslandi hefur það hlutverk að tryggja fjölskyldum fatlaðra barna samstillta þjónustu. Árið 2004 stóðu fjögur hagsmunasamtök að stofnun ráðgjafarmiðstöðvarinnar Sjónarhóls til að mæta þörfum foreldra fyrir stuðning í hlutverki sínu og aðstoð við að rata um hið flókna þjónustuumhverfi.
  Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á þjónustuna sem veitt er á Sjónarhóli og gagnsemi hennar í nútíð og framtíð.
  Aðferð: Rannsóknin byggði á sniði lýsandi tilviksrannsókna en tilvikið var afmarkað við Sjónarhól sem starfseiningu og þjónustuna sem þar er veitt. Gögnum var safnað með samræðum í fimm rýnihópum. Þátttakendur voru 28 en þeir höfðu allir reynslu af þjónustunni, ýmist sem notendur, fagaðilar eða starfsmenn Sjónarhóls og stofnfélaganna. Innihaldsgreining var notuð til að greina gögnin, flokka innihald þeirra og draga fram þemu.
  Niðurstöður: Við greiningu gagnanna komu fram þrjú meginþemu: Styður börn með því að styðja foreldra, Samþættandi afl og Einn Sjónarhóll fyrir alla. Að mati þátttakenda felst þjónusta Sjónarhóls einkum í valdeflandi stuðningi við foreldra. Þjónustan var talin aðgengileg og koma helst að gagni þegar vandinn er mikill og þegar úrræði í opinbera þjónustukerfinu hafa ekki dugað til að mæta flóknum þörfum. Þátttakendur lýstu ávinningi af þjónustunni sem aukinni samvinnu milli þjónustukerfa, meiri jafnaðarstöðu foreldra og þjónustuaðila og betri nýtingu á úrræðum sem þegar eru til staðar. Niðurstöður bentu til að mikilvægt væri að halda í grunngildi í þjónustu Sjónarhóls en skerpa þyrfti á hlutverki ráðgjafarmiðstöðvarinnar út á við, bæta þjónustu við landsbyggðina og styrkja samstarf við félögin sem stóðu að stofnun Sjónarhóls.
  Ályktun: Þar sem þjónusta Sjónarhóls kemur upp til móts við brotalamir í þjónustukerfinu gegnir hún mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Nauðsynlegt er að tryggja opinbert rekstrarfé til að styðja við frekari vöxt og þróun starfseminnar með þeim raunhæfa möguleika að Sjónarhóll geti í framtíðinni orðið skilgreind liðstjóra þjónusta (e. key worker service).

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Lack of support is one of the main stress factors impacting parents of children with disabilities. No public service provider has the resposibility of ensuring family based service coordination in Iceland. To meet parents need for advocacy and navigation through the complex service system, four major national support associations founded Sjónarhóll - counseling center, in 2004.
  Aim: The purpose of the study was to explore the service provided by the counseling center, focusing on the processes of service delivery, outcome and the need for the service in the present and future.
  Methods: In this decriptive case study, five focus groups were conducted with a total of 28 participants. All participants had experience from the service either as users, service providers in the public sector or as staff members. Content analysis was used to analyse the data.
  Results: The main themes were: Supporting children by supporting parents, Integrative impact and One place to go to. The participants said that the counseling center provided empowering parent support of particular importance when other service has not met complex needs. The main advantage of the service was considered to be improved cooperation between service providers and parents, increased power sharing and more efficient use of resources. Participants emphasized the importance of holding on to the the service´s fundamental values. However, they felt that the center´s role in the community needed to be strenghened as well as service delivery to families living in rural areas. Establishment of collaboration between the counseling center and the founding associations was also considered necessary.
  Conclusion: The counseling center´s service compensates for the fragmented public service and has an important role in the community. Public funding is neccesary to support further growth and development of the counseling center with the possibility of a structured key worker services in the near future.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.12.2019.
Samþykkt: 
 • 18.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32385


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPR_BergljotBorg_skemman.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Viðaukar.pdf460.4 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Heilmildaskrá.pdf422.33 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.docx.pdf249.1 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna