is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32386

Titill: 
  • Ofbeldishegðun karla í nánum samböndum : áhrifavaldar ofbeldishegðunar karla, jafnrétti kynjanna og úrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heimildarritgerð þessi fjallar um ofbeldishegðun karla í nánum samböndum (e. violence in close relationships) og kynbundið ofbeldi (e. gender based violence). Aukin jafnréttisbarátta hefur skilað sér í auknum áhuga á kynjafræði meðal almennings. Ofbeldi í nánum samböndum og kynbundið ofbeldi er vaxandi ógn um heim allan. Birtingarmynd þessa ofbeldis getur meðal annars verið af líkamlegum, andlegum og kynferðislegum toga. Í ritgerðinni er leitast við að svara spurningum um hvort að aukin þátttaka karla í jafnréttismálum geti dregið úr ofbeldishegðun þeirra í nánum samböndum ásamt því hvort aukin fræðsla geti leitt til þess að karlar beiti síður ofbeldi. Einnig verður skoðað hvort að hugmyndir um karlmennskuna geti haft áhrif á ofbeldishegðun karla í nánum samböndum og hvort að til séu úrræði fyrir karla sem leita sér aðstoðar við ofbeldishegðun sinni. Höfundur skoðar mögulega áhrifavalda á ofbeldishegðun karla og hvort að karlar eigi erfitt með að tjá tilfinningar sínar. Sömuleiðis leitast höfundur við að skoða hvort að lagarammar um jafnrétti kynjanna geti dregið úr ofbeldishegðun karla í nánum samböndum. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að karlar sem beita ofbeldi vilja iðulega breyta hegðun sinni auk þess sem karlar almennt vilja hafa jákvæð áhrif á ímynd karlmennskunnar og breyta ríkjandi hugmyndum samfélagsins um karlæga eiginleika eins og árásargirni, styrkur og þrúgandi hegðun. Einnig er vaxandi áhugi hjá körlum að leita sér aðstoðar við ofbeldishegðun sinni og þar með taka ábyrgð á hegðun sinni. Þá benda niðurstöður ritgerðarinnar einnig á að meðferðir fyrir karla sem beita ofbeldi þurfa að vera sniðin að þeirra þörfum þar sem ofbeldi í nánum samböndum er viðkvæmt málefni.

    Lykilhugtök: kynbundið ofbeldi, ofbeldi í nánum samböndum, staðalímyndir, jafnrétti kynjanna, úrræði.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper discusses the violent behaviour of men in close relationships and gender-based violence. With increased gender equality, gender education has gained more attention among the public. Violence in close relationships and gender-based violence is a growing threat to women´s human rights worldwide. Violence can take on different manifestations, including physical, mental and sexual violence. This paper seeks to answer questions about whether increased participation of men in gender equality can reduce their violence behavior in close relationships, whether masculine ideas can affect the violent behaviour of men in close relationships and whether there are means for men who have committed violence and want to seek help to change their violence behavior. The author will examine the societal influence for violent behaviour in men and their methods to express their feelings. It is also examined whether men receive appropriate education on gender equality and whether gender equality laws can reduce the violence behavior of men in close relationships. The result of this paper are that men want to change their violence behavior and change dominant male stereotypes that describe the characteristics of men like aggression, strength and domination of women. There is also growing interest in men seeking assistance in their violence and thus taking responsibility for their behavior. The results of this paper also indicate that the treatment options for men who are violent need to be tailored to their needs as violence in close relationships is a sensitive issues.
    Key concepts: gender-based violence, violence in close relationships, stereotypes, gender equality, resources.

Samþykkt: 
  • 18.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerð.FMS.pdf810,76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna