is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32392

Titill: 
 • Sjálfsumönnun einstaklinga með kransæðasjúkdóm og hætta þeirra á að fá sykursýki af tegund 2
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Síðustu áratugi hefur nýgengi og dánartíðni kransæðasjúkdóms lækkað verulega en vísbendingar eru um að með vaxandi algengi offitu og sykursýki af tegund 2 (SS2) muni nýgengi hækka aftur. Góð sjálfsumönnun getur dregið úr lífsstílstengdum áhættuþáttum og líkum á því að fá kransæðasjúkdóm.
  Markmið: Að lýsa sjálfsumönnun einstaklinga með kransæðasjúkdóm, hættu þeirra á SS2 og kanna samband milli sjálfsumönnunar og hættu á SS2.
  Aðferð: Lýsandi þversniðs- og sambandsrannsókn. Þátttakendur voru fullorðnir einstaklingar sem lögðust inn á Landspítala vegna kransæðasjúkdóms. Gagnasöfnun fór fram við útskrift. Sjálfsumönnun var metin með „Self-Care of Coronary Heart Disease Inventory“ (SC-CHDI) matstækinu, sem metur viðhald og stjórnun í sjálfsumönnun og trú á eigin getu, mögulegt skor 0-100 stig. Hætta á SS2 var metin með „The Finnish Diabetes Risk Score“ (FINDRISK), mögulegt skor 0-26 stig. Við gagnaúrvinnslu var notuð lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði.
  Niðurstöður: Þátttakendur (n=194) voru á aldrinum 35-79 ára, meðalaldur 64,6 ár (sf 9,1 ár), 76,3% karlar og 21,1% voru með sykursýki. Meðalheildarskor á viðhaldi, stjórnun og trú á eigin getu til sjálfsumönnunar var 51,9-60,9 stig. Konur mátu sjálfsumönnun sína betri en karlar í þættinum viðhald (p<0,05), veik fylgni (r=-0,260;p=0,001) var á milli aldurs og trúar á eigin getu; viðhalds og trúar á eigin getu (r=0,274;p<0,01) og einnig á milli stjórnunar og trúar á eigin getu til sjálfsumönnunar (r=0,348;p<0,01). Meirihluti þátttakenda (67%) voru með ≥9 stig á FINDRISK og teljast í aukinni hættu á að fá SS2 innan 10 ára. Veik fylgni (r=-0,218;p<0,05) var milli trúar á eigin getu til sjálfsumönnunar og hættu á SS2.
  Ályktanir: Einstaklingar með kransæðasjúkdóm eru í aukinni hættu á að fá SS2. Efla þarf sjálfsumönnun þeirra og trú á eigin getu til sjálfsumönnunar. Fræðsla og stuðningur geta verið mikilvægir þættir í því að bæta sjálfsumönnun og draga úr hættu á SS2.
  Lykilorð: Kransæðasjúkdómur, sjálfsumönnun, sykursýki af tegund 2, áhættuþættir, lífsstíll, trú á eigin getu

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Morbidity and mortality in coronary heart disease (CHD) has declined substantially over the last decades. However, due to increasing prevalence of obesity and type 2 diabetes this decline may level off or even increase again. Optimal self-care can reduce lifestyle-related risk factors and the likelihood of developing CHD.
  Aims: To describe self-care of individuals with CHD, their risk for type 2 diabetes and explore the correlation between self-care and type 2 diabetes.
  Method: Descriptive cross-sectional and correlational study design. Participating adults were admitted to Landspitali University Hospital because of diagnoses or treatment of CHD. Data was collected at discharge. Self-care maintenance, management and self-efficacy to self-care was measured with the „Self-Care of Coronary Heart Disease Inventory“ (SC-CHDI), a standardized score from 0-100. Future risk of type 2 diabetes was assessed using „The Finnish Diabetes Risk Score“ (FINDRISK), score 0-26. Data was analyzed with descriptive and inferential statistics.
  Results: A total of 194 participants aged 35-79 years, mean age 64,6 years (sd 9), 76,3% were men and 21,1% had diabetes. The mean score for maintenance, management and self-efficacy to self-care ranged from 51,9- 60,9. Women had better self-care maintenance than men (p<0,05), but a weak correlation was between age and self-efficacy (r=-0,260;p=0,001); self-care maintenance and self-efficacy (r=0,274;p<0,01) and self-care management and self-efficacy (r=0,348;p<0,01). The majority of participants (67%) scored ≥9 on FINDRISK, thus having an increased risk of type 2 diabetes in the next 10 years. A significant (p<0,05) but weak correlation (r=-0,218) was between self-efficacy and future risk of type 2 diabetes.
  Conclusion: Individuals with CHD have an increased risk of developing type 2 diabetes. Self-care and self-efficacy to self-care must be improved. Education and support may improve self-care and reduce future risk of type 2 diabetes.
  Keywords: Coronary heart disease, self-care, self-care management, type 2 diabetes mellitus, risk factors, lifestyle, self-efficacy

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 15.12.2020.
Samþykkt: 
 • 18.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32392


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararannsókn skilaeintak 17. des B.pdf4.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna