is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32393

Titill: 
 • Samskipti lögreglu og fjölmiðla : breytti dagbók lögreglu lögreglufréttum?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Samstarf lögreglu og fjölmiðla er mikilvægt. Almenningur kallar eftir upplýsingum um það sem er að gerast í samfélaginu og skiptir upplýsingaflæði frá lögreglu þar miklu máli. Fréttir af lögreglustörfum hafa bæði forvarnar- og upplýsingagildi fyrir almenning og hafa
  fjölmiðlar þar stóru hlutverki að gegna sem fjórða valdið. Tilgangur þessa verkefnis var að kynnast dagbók lögreglu og rýna í það upplýsingaflæði sem er til staðar á milli lögreglunnar og fjölmiðla. Rétt er að taka fram að það sem kallast dagbók lögreglu hjá fjölmiðlum er innra kerfi lögreglu sem ber heitið LÖKE. Þar er því safnað saman
  sem lögreglan tekst á við í starfi sínu og er samantekt unnin þaðan sem send er til fjölmiðla.
  Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við gerð verkefnisins. Tekin voru viðtöl við tvo upplýsingafulltrúa, annan hjá umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og hinn hjá umdæmi lögreglunnar í Reykjavík. Einnig voru tveir starfsmenn fjölmiðla spurðir spurninga, annar starfar hjá RÚV og hinn er fréttastjóri hjá Morgunblaðinu. Fengu þeir spurningalista sem
  tengist dagbók lögreglu og voru spurðir út í upplýsingaflæðið sem er til staðar á milli lögreglu og fjölmiðla. Rætt var um hvort strangar reglur væru til staðar í almennri umfjöllun, hvort eða hvaða hagsmunir það væru sem réðu úrslitum um hvað ratar í fréttir og hvernig sambandinu væri háttað á milli lögreglu og fjölmiðla.
  Niðurstöður viðtalanna sýndu að samstarf lögreglu og fjölmiðla er heilt yfir gott og má segja að það sé í stöðugri þróun. Breyting er frá því sem áður var. Í stað þess að blaðamenn hringi tvisvar á dag í lögregluembætti til að afla frétta er ferlið orðið þannig að fjölmiðlum berast reglulega upplýsingar frá lögreglu. Kallaðist það ferli löggutékk. Ef eitthvað þykir óljóst í sambandi við þær upplýsingar sem sendar eru til fjölmiðla upp úr dagbókinni er blaðamönnum velkomið að hafa samband við lögreglu og spyrja þannig frekari spurninga.
  Eru bæði fjölmiðlamenn og lögregla heilt yfir ánægð með samskiptin, þó finnst blaðamönnum það ákveðinn mínus að fréttaflutningur frá lögreglu til fjölmiðla er orðinn einsleitari.
  Dagbók lögreglu, fjölmiðlar, lögregla.

 • Útdráttur er á ensku

  It is important to have a good cooperation between the police and the media.The public calls for information about what is going on in the society and the information flow from the police is essential. News about what the police handles has preventional - and informational
  value for the public and the media plays a big part in that being the fourth estate.
  The main purpose of this project is to get to know the diary of the police and take a closer look at the information flow that excists between the police and the media. To recognise what is defined as the diary of the police by the media is the police´s inner system called LÖKE. In there the amount of assignments that the police faces is collected and a summary is sent to the media.
  In the process of this project a qualitative method was used. Two information spokespeople working for the police were interviewed, one at the police station in Reykjanesbær and one at the police station in Reykjavík. A question list was sent to two media personnel, one works
  for the media company RÚV and the other one is a news manager at Morgunblaðið. Were they questioned regarding the diary of the police and the information flow that excists between the police and the media. There was discussion about whether or not strict rules apply in general debate, if or what interests excist that decides what gets published and how does the collaboration between the two work.
  The final findings showed that the relationship between the police and the media is for the most part good and it keeps evolving. It differs from the system that was used between the police and the media in the past. Instead of having the journalists calling the police stations
  twice a day the police send information to the media on a regular basis. The previous system was called police check. If the information that the media receives from the police is unclear or not fulfilling the journalists are encouraged to call the police station and ask more detailed questions. Even if the police and the media are happy with the relationship between the two the journalists find the information given to be homogeneous.
  The diary of the police, media, police.

Samþykkt: 
 • 18.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Lokaverkefni-Linda María 2019.pdf374.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna