is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32394

Titill: 
  • Orsök, áhrif og afleiðingar brota á íslenskum vinnumarkaði : hvað er til ráða?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Frá því grunur vaknaði um vinnumansal í Vík í Mýrdal í byrjun árs 2016 hefur umræðan á málaflokknum stóraukist meðal íslensks almennings en fram að þeim tíma töldu margir hverjir þetta samfélagsmein væri ekki til staðar á Íslandi. Með innleiðingu markaðshagkerfisins og síðar með alþjóðavæðingunni hefur varnarleysi starfsfólks aukist í gegnum tíðina. Til að tryggja öryggi starfsfólks á vinnumarkaðnum voru stéttarfélög stofnuð og frekari stækkun varð á regluverki stjórnvalda. Helsta markmið ritgerðarinnar var að athuga hver reynsla ungra íslenskra kvenna og kvenna af erlendum uppruna er á íslenskum vinnumarkaði innan ferðamannaiðnaðarins ásamt því að athuga hvaða úrræði eru til staðar sem vinna gegn brotum á vinnumarkaðnum og hjálpa þolendum brotanna. Til þess að svara þessum spurningum var eigindleg rannsókn framkvæmd. Viðtöl voru tekin við íslenskar konur og konur af erlendum uppruna sem höfðu orðið fyrir brotum á vinnumarkaðnum innan ferðamannaiðnaðarins og við fagaðila innan lögreglunnar og stéttarfélaganna sem þekkja til brota á vinnumarkaðnum í gegnum starf sitt. Með kenningu Cohen og Felson um vanabundna hegðun (e. routine activities theory) voru helstu niðurstöður dregnar fram út frá þremur grunnþáttum kenningarinnar; áhugasama brotamanninum (e. motivated offender), auðvelda fórnarlambinu (e. suitible target) og vöntun á verjanda (e. absence of capable guardian). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að það er hægt að gera betur á ýmsum sviðum til þess að takast á við kjarasamningsbrot, nauðungarvinnu og vinnumansal. Auk þess sýndu niðurstöðurnar að víðtækar afleiðingar hljótast af brotum á vinnumarkaðnum sem beinast bæði gegn starfsfólki og samfélaginu í heild sinni. Áhrifamesta úrræðið gegn brotum á vinnumarkaðnum væri að finna leið til þess að stöðva, eða a.m.k. minnka, kennitöluflakk vegna þeirra slæmu afleiðinga sem það hefur bæði fyrir starfsfólk á vinnumarkaðnum og fyrir löghlýðna atvinnurekendur.

  • Útdráttur er á ensku

    In the beginning of 2016 a suspicion arose that human trafficking was taking place in the labor market at Vík in Mýrdal. Since that instance the discussion on the issue has increased among the public in Iceland but until then many thought that this social problem was not present in Iceland. Workers have become more vulnerable with the adoption of the market economy and later with the growing globalization. Trade unions were established, and the government’s regulatory framework was further expanded as efforts to ensure the safety of workers in the labor market. The main aim of this thesis was to explore the experiences of young Icelandic and foreign women in the Icelandic labor market within the tourist industry, as well as to explore, which resources are available to fight against labor market violations and to help the victims of the offenses. To answer the questions, a qualitative study was conducted. Icelandic and foreign women, who had suffered labor market violations within the tourist industry, were interviewed as well as professionals within the police and trade unions, who through their work have knowledge of labor market violations. Applying Cohen and Felson's routine activity theory, the main findings were drawn from the three minimal elements of the theory; motivated offender, suitable target and absence of capable guardian. The results showed that it is possible to do better in various areas in the fight against breach in collective bargaining, forced labor and human trafficking in the labor market. In addition, the results showed that widespread consequences derive from labor market violations, which are directed towards both employees and the society. The most effective response to labor market violations is to find a way to stop, or at least decrease illegal phoenix activity (e. kennitöluflakk), due to its negative impact on both workers and law-abiding employers.

Styrktaraðili: 
  • Samfélagsstyrkur frá samfélagssjóð Landsbankans að fjárhæð kr. 500.000,- í desember 2016
Samþykkt: 
  • 18.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32394


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_loka_Rannveig.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna