is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32395

Titill: 
 • Yfirfærsla ábyrgðar við komu sjúklinga með sjúkrabílum á bráðamóttökur : reynsla heilbrigðisstarfsmanna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur rannsóknar. Sjúkraflutningar eru einn þáttur í Íslensku heilbrigðiskerfi sem mikið mæðir á, sér í lagi þegar um bráð veikindi eða slys er að ræða. Í bráðatilfellum og öðrum sjúkraflutningum eru flestir sjúklingar fluttir á bráðamóttöku þar sem sérhæfðir starfsmenn taka á móti sjúklingum. Við móttökuna skapast sú hætta að mikilvægar upplýsingar berist ekki frá sjúkraflutningamönnum til hjúkrunarfræðinga og lækna, með afleiðingum sem geta haft neikvæð áhrif á velferð sjúklinga. Það skortir rannsóknir á þessu sviði og mikilvægt að bæta úr því með öryggi sjúklinga í huga.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu sjúkraflutningamanna, hjúkrunarfræðinga og lækna á bráðadeildum, af móttöku sjúklinga (e. handover) sem koma með sjúkrabíl á bráðamóttökur sjúkrahúsa.
  Aðferðafræði. Notuð var fyrirbærafræðileg aðferð Vancouver-skólans. Viðmælendur voru valdir með tilgangsúrtaki. Tekin voru hálfstöðluð einstaklingsviðtöl og stuðst við viðtalsramma. Viðtölin voru þemagreind, gerð einstaklingsgreiningarlíkön og heildargreiningarlíkan.
  Niðurstöður. Alls tóku 17 sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar og læknar með reynslu af störfum á bráðamóttökum sjúkrahúsa, þátt í rannsókninni. Í niðurtöðunum er ferli klínískrar móttöku sjúklinga lýst frá sjónarhóli heilbrigðisstarfsmanna og því hvað getur farið úrskeiðis þegar ábyrgð á sjúklingi færist frá sjúkraflutningamönnum til hjúkrunarfræðinga og/eða lækna. Meginniðurstaða rannsóknarinnar var að formföst samskipti og upplýsingagjöf hafði mikil áhrif á gæði þjónustunnar. Alls voru greind fjögur meginþemu og níu undirþemu úr viðtölunum sem lýstu reynslu þátttakenda af viðfangsefninu og þátttakendur töldu að hefði áhrif á gæði þjónustunnar. Í þema um óljósa faglega ábyrgð lýstu þátttakendur því, að það væri ekki ljóst hver bæri að þeirra mati ábyrgð á sjúklingnum og hvar í ferlinu sú ábyrgð færðist milli heilbrigðisstarfsmanna. Þemað upplýsingaflæði milli fagaðila lýsir samskiptum milli fagaðila sem sögðu þau hefjast fyrir komu sjúklings á bráðamóttöku, halda áfram á bráðamóttökunni og enda með skýrslugjöf og skráningu upplýsinga. Mannlegir þættir fjalla um faglega færni og viðhorf þátttakenda bæði til samstarfsaðila og sjúklinga. Kerfislægir þætti snúa að atriðum eins og skipulagi þjónustunnar, hvort stuðst sé við verkferla og að faglegri endurgjöf.
  Ályktun. Stöðluð upplýsingagjöf, skýrar vinnureglur og fræðsla til heilbrigðisstarfsmanna, getur mögulega bætt yfirfærslu ábyrgðar á sjúklingum við komu á bráðamóttöku og þannig aukið öryggi sjúklinga.
  Lykilhugtök: Sjúkraflutningar, bráðamóttaka, móttaka sjúklinga, þverfagleg samskipti, ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna.

 • Útdráttur er á ensku

  Background. Ambulance services play a very important role in the Icelandic healthcare system, particularly when dealing with acute illnesses or accidents. In emergency transports and other ambulance transports, most patients are taken to emergency departments, where they are treated by specialized healthcare professionals. At the time of patient handover, there is the risk that important information will not be transmitted from paramedics to nurses and doctors, with consequences that may adversely affect patient well-being. There is a need for further research on communication and handovers, as this may improve patient safety.
  The purpose of the study was to describe the experience of paramedics, nurses and doctors in emergency departments, of handover of those patients who are transported by ambulances to hospitals.
  Methods. The Vancouver school's phenomenological method was used. Interviewers were selected with a purposeful sampling. Semi-structured individual interviews were conducted and supported by the interview guide.
  Results. In total, 17 paramedics, nurses and physicians, all with experience from working in emergency departments, participated in the study. The process of clinical handover of patients is described from the perspective of healthcare professionals and therefore, what may be wrong when the responsibility for the patient is transferred from paramedics to nurses and/or doctors. The main finding was that formative communication and information delivery have a major impact on the quality of service. A total of four main themes and nine sub-themes were identified from the interviews, describing both the participants' experience of the subject and what they felt that had an impact on the quality of the service. In the theme of unclear professional responsibility, participants expressed that it is not clear who is responsible for the patient and where in the process that responsibility is relayed between healthcare professionals. The themes of information flow between professionals describes the communication between professionals who said they start before the patient arrives at the emergency room, continue in the emergency department and end with recording the information. Human factors cover professional skills and attitudes of participants to both partners and patients. Systemic factors included organization of the services and whether standard operating procedures and professional feedback are used.
  Conclusion. Standardized handover protocol, clear procedures and education to healthcare professionals can potentially improve the transfer of responsibility for patients arriving at the emergency department, thus increasing patient safety.
  Keywords: Ambulance services, emergency department, patient handover, interdisciplinary communication, healthcare professionals’ responsibility.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.11.2021.
Samþykkt: 
 • 18.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32395


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Sveinbjörn Dúason. 2018.pdf2.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna