is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32396

Titill: 
  • ,,Ég veit ekkert hvað mig langar að gera, af hverju þá ekki að hjálpa mér að finna það út?”: Ungmenni sem hvorki eru í námi, vinnu eða þjálfun
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á það hvernig úrræðin eru að nýtast þeim ungmennum á aldrinum 18-25 ára sem hvorki eru í námi, vinnu eða starfsþjálfun, auk þess að fá að heyra hver reynsla þeirra er af vinnumarkaði. Tekin voru sjö viðtöl við ungmenni sem búa í bæ utan höfuðborgarsvæðisins og eru hvorki í námi, vinnu eða þjálfun. Í ljós kom að úrræðin gegndu helst því hlutverki að viðhalda virkni og auk þess að styrkja sjálfsmynd og draga úr félagsfælni. Upplifun ungmennanna var þó sú að þeim fannst úrræðin hafa lítinn tilgang og sáu ekki hvernig þau ættu að nýtast þeim í framhaldinu. Lítil trú á eigin getu og samskiptavandi hafði komið fram í störfum þeirra flestra. Óvissa einkenndi framtíðarsýn flestra, þó undartekning hafi verið þar á. Niðurstöður sýna að ekki er hægt að ganga að því vísu að það sé greið leið fyrir alla að snúa aftur í nám eða út á vinnumarkaðinn með farsælli útkomu. Það verður að taka mið af sögu ungmennanna og í framhaldinu að sníða úrræðin af þörfum hvers og eins.

Samþykkt: 
  • 19.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32396


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sandra Sif Ragnarsdóttir_skemman.pdf1.07 MBLokaður til...02.09.2060HeildartextiPDF
yfirlýsing.pdf63.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF