en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3240

Title: 
 • is Áhrif skattabreytinga á tekjustofna sveitarfélaga
Abstract: 
 • is

  Í þessu verkefni er gerð grein fyrir því hvaða áhrif breytingar á skattalögum sem gerðar voru árið 2002, fyrir gjöld til greiðslu árið 2003, höfðu á tekjustofna sveitarfélaganna.
  Skýrt er út hvernig skattkerfið virkar, hvernig íslenska ríkið og sveitarfélög þess starfa og hvaðan tekjur þeirra koma.
  Sýndir eru útreikningar á hvernig útsvarstekjur sveitarfélaganna gætu hafa minnkað vegna skattabreytingarinnar og hvaða áhrif það hefði á tekjustofna sveitarfélaganna. Niðurstöður urðu þó þær að ekki er hægt að sjá skýr merki þess að tekjuskerðing hafi orðið vegna skattabreytinganna.
  Notast er við sýnidæmi þar sem sýndur er munur á skattgreiðslum einstaklinga með rekstur og einkahlutafélaga og hversu mikið er greitt í útsvar og tekjuskatt. Þar má greinilega sjá að skattar einkahlutafélaga eru mun lægri og því mun minna sem þau greiða í útsvar.
  Rætt er um þau áhrif sem góðærið hafði á skattamál landsins og þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja fram frumvarp um breytingar á lögum um skatta.
  Helstu niðurstöður verkefnisins urðu þær að ef reiknuð er út skerðing á útsvari, vegna breytinga einstaklinga með rekstur yfir í einkahlutafélag, mætti ætla að skerðing hafi orðið á tekjustofnum sveitarfélaganna en vegna góðæris sem ríkti í landinu varð hún það óveruleg að ekki er hægt að sjá hana í ársreikningum þeirra. Því má ætla að breyting yfir í einkahlutafélag og lækkun tekjuskatts hafi haft hvetjandi áhrif á atvinnulífið sem bætti upp hugsanlega skerðingu á tekjustofni sveitarfélaganna.
  Lykilorð: Sveitarfélag, tekjustofn, skattabreyting, einkahlutafélag og einstaklingsrekstur.

Description: 
 • is Verkefnið er lokað
Accepted: 
 • Jul 22, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3240


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
IngunnogNanna_fixed.pdf479.69 kBLocked"Áhrif skattabreytinga á tekjustofna sveitarfélaga" - HeildPDF