is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32407

Titill: 
 • Markaðsgreining Akish
 • Titill er á ensku Market Analysis Akish : is there a potential market for organic cosmetics on the Icelandic market?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Akish er óstofnuð netverslun á íslenskum snyrtivörumarkaði sem mun selja breitt vöruúrval af lífrænum, vegan og umhverfisvænum snyrtivörum. Rannsóknin er tvíþætt. Annars vegar er gerð markaðsrannsókn í formi spurningalista þar sem fundinn er markhópur og markaðsleg staðfærsla Akish. Hins vegar er snyrtivörumarkaðurinn skoðaður út frá ýmsum markaðslegum aðferðafræðum. Leitast verður við að svara rannsóknarspurningunni;
  - Er markaður fyrir lífrænar snyrtivörur á íslenskum markaði?
  Snyrtivörumarkaðurinn er greindur útfrá fyrirliggjandi gögnum um markaðinn ásamt niðurstöðum úr markaðsrannsókninni sem notuð eru til að greina nær og fjær umhverfi markaðarins. Í lokin verða niðurstöður markaðsgreiningarinnar teknar saman í SVÓT greiningu fyrir Akish.
  Í markaðsrannsókninni var notast við snjóboltaúrtak og var spurningalistinn sendur út á Facebook. Gögnum var safnað á tímabilinu 6. nóvember – 10. nóvember 2018. Niðurstöður voru greindar með tilliti til fræðanna og fundinn var markhópur Akish og markaðsleg staðfærsla fyrirtækisins gerð.
  Niðurstöður markaðsrannsóknar sýna að markhópur Akish eru umhverfis- og dýraverndunarsinnaðir einstaklingar á aldrinum 21-40 ára sem kjósa fjölbreytt vöruúrval lífrænna snyrtivara þar sem það fer betur með umhverfið. Einnig er mjög mikilvægt fyrir þessa einstaklinga að snyrtivörurnar séu ekki prófaðar á dýrum.
  Akish býður upp á fjölbreytt vöruúrval lífrænna snyrtivara sem skaða hvorki húðina né umhverfið ásamt því að vera 100% vegan. Lífrænar snyrtivörur eru gerðar úr auðlindum jarðarinnar og innihalda því engin kemísk efni. Þar af leiðandi henta þær einstaklega vel fyrir viðkvæma húð.
  Niðurstöður úr markaðsgreiningunni sýna að mikil nýsköpun er á snyrtivörumarkaði, bæði vegna aukinnar tæknivæðingar ásamt fjölbreytileika neytenda. Markaðurinn býður því upp á mikil tækifæri fyrir ný fyrirtæki á markaðinum.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research is to draft a marketing plan for the company Akish. Akish is an unfounded online retailer in the Icelandic cosmetics market, which will sell a wide range of organic, vegan and environmentally friendly cosmetics. The purpose of the study is twofold. A market research is conducted in the form of a questionnaire to find the potential target market for Akish as well as the company‘s market position. The study also provides a market analysis where the cosmetic market will also be looked at from various market methodologies. An attempt will be made to answer the research question;
  - Is there a potential market for organic cosmetics on the Icelandic market?
  The cosmetic market is analyzed based on secondary data as well as primary data that the researcher collected from the marketing research questionnaire. These findings will be used to analyze the market micro- and macro environment. In the end, the results from the market analysis will be summarized in a SWOT analysis for Akish.
  In the market research questionnaire, a snowball sample was conducted and the questionnaire was sent out on Facebook. Data was collected from November 6th to November 10, 2018. The results were analyzed in terms of the literature and the potential target market for Akish was found along with the company‘s marketing position.
  The results of the market research questionnaire show that Akish‘s target market are environmentalists and people who care about the wellbeing of animals aged 21-40 who choose a diverse range of organic cosmetic products, as it is better for the environment. It is also very important for these individuals that the cosmetics are not tested on animals.
  Akish will position itself on the market by offering a wide range of organic cosmetics products that do not harm people‘s skin nor the environment, as well as being 100% vegan. Organic cosmetics are made from mother earth‘s resources and therefore contain no chemicals. As a result, they are particularly suitable for sensitive skin.
  The result of the market analysis show that there is a great deal of innovation in the cosmetic market, due to both increased technology and consumer diversity. The market therefore offers great opportunities for new companies on the market.

Samþykkt: 
 • 25.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BerglindBjork_BS_lokaverk_PDF.pdf2.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna