is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32409

Titill: 
  • Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM) og hvernig getur Metabolic á Akranesi nýtt sér CRM til að auka virði fyrir bæði viðskiptavini og fyrirtækið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknar var að skilgreina hugmyndafræðina um stefnumiðaða stjórnun og varpa ljósi á mikilvæga þætti við uppbyggingu á góðu slíku kerfi. Rannsóknin tók mið af Metabolic á Akranesi sem er þjálfunarstöð þar en verkefnið var unnið í samstarfi við markaðsstofuna Manhattan Marketing. Markmið rannsóknarinnar var því að kanna hvernig Metabolic gæti nýtt sér aðferðir stefnumiðaðrar stjórnunar og á þann hátt aukið virðið fyrir bæði viðskiptavini og fyrirtækið sjálft. Framkvæmd fól í sér eigindlegar rannsóknir í formi viðtala við viðskiptavini Metabolic, þjálfarana og eiganda. Viðtöl við viðskiptavini voru tekin með það að markmiði að varpa ljósi á viðhorf þeirra til stöðvarinnar. Þar á meðal kanna hvað stöðin er að gera vel og hvað mætti gera betur. Viðtöl við eiganda og þjálfara voru gerð til að skilja hvernig starfseminni er háttað og að kanna hvaða aðferðir stefnumiðaðrar stjórnunar gætu hentað fyrirtækinu. Einnig var tekið viðtal við sérfræðing á sviði stefnumiðaðrar stjórnunar. Megindleg rannsókn var framkvæmd í formi spurningakönnunar þar sem úrtakið var fyrrum og núverandi viðskiptavinir Metabolic, eða allir þeir sem skráðir voru á póstlista.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að til að byggja gott kerfi stefnumiðaðrar stjórnunar þurfa að huga að ýmsum þáttum. Meðal annars ánægju og tryggð viðskiptavina, innri- og ytri áhrifavöldum og samkeppni á markaðinum. Megindlegar og eigindlegar rannsóknir leiddu í ljós einstaklega jákvætt viðhorf viðskiptavina gagnvart stöðinni. Margir áttu til að mynda erfitt með að greina einhverja ókosti og voru margir sammála um persónulega þjónustu í Metabolic. Eigandi og þjálfarar huga að einhverju leyti að því að kynnast viðskiptavinum sínum og veita góða og persónulega þjónustu. Stefnumiðuð stjórnun er samkvæmt þessari rannsókn hugmyndafræði sem vel er hægt að nýta í Metabolic svo lengi sem rétt er farið að skipulagi og innleiðingu.
    Í lokin lagði höfundur mat á það hvernig fyrirtækið getur nýtt sér stefnumiðaða stjórnun og hvaða aðferðum skal beita til að byggja sterkari tengsl við viðskiptavini. Einnig voru settar fram mögulegar leiðir sem stjórnendur geta nýtt sér við innleiðingu á slíkum aðferðum til að tryggja ávinning fyrir bæði viðskiptavini og fyrirtækið.

Samþykkt: 
  • 25.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32409


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BryndísBirgisdóttir_BS_Lokaverkefni.pdf832.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna