is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32411

Titill: 
 • Er hagstætt að nýta séreignarsparnað inn á íbúðalán?
 • Titill er á ensku Is it advantageous to use private pension savings to pay a mortgage loan?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er farið yfir þær lagaheimildir sem heimila úttekt úr séreignarsparnaði til að greiða inn á íbúðalán sem hafa verið samþykktar á Alþingi. Notast er við ritaðar heimildir auk þess sem settar eru upp sviðsmyndir (e. scenarios) þar sem skoðaður er munur á því hvort úrræðið sé nýtt eða ekki. Þá eru skoðaðar mismunandi fjármögnunarleiðir og þær bornar saman við ávöxtun séreignarsjóða auk þess sem farið er yfir hvaða áhrif úrræðið (úttekt úr séreignarsparnaði) getur haft á vaxtabætur. Þá er bæði sett upp í sviðsmyndir langtímaáhrif þess að nýta úrræðið auk þess sem kannað er hvað áhrif úrræðið hefur á ráðstöfunartekjur rétthafa til skemmri tíma.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að það getur verið áhættusamt að nýta úrræðið. Þegar litið er til lengri tíma þá myndast ákveðin skattsparnaður þar sem úrræðið er skattfrjálst, meðan það þarf að greiða tekjuskatt af sparnaðinum þegar hann er tekinn út í formi lífeyrisgreiðslna. Þá skiptir máli hver er munur á raunvöxtum lánsins og raunávöxtun séreignarsjóðsins. Ef vextir af láninu eru umtalsvert hærri en ávöxtun séreignarsjóðsins er það hagstætt til langs tíma að nýta úræðið, annars ekki. Til skemmri tíma hefur úrræðið mikil áhrif á skerðingu til vaxtabóta og getur því lækkað ráðstöfunartekjur rétthafa. Almennt má sjá að þeir sem hafa lægri tekjur taka frekari áhættu heldur en þeir sem hafa hærri tekjur þegar úrræðið er nýtt, þar sem þeir eiga rétt á hærri vaxtabótum og verða fyrir meiri skerðingu á ráðstöfunartekjum.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis explores the legal authority that authorizes an appraisal of pension funds to pay a mortgage loan, which has been approved by the government. Written sources are supported, as well as scenarios, which examine whether the legal authorization is used or not as well the difference between funding methods is considered and compared with the return on private equity funds, as well as the effects of the remedial action on interest payments. Both scenarios are the long-term effects of utilizing the remedies, as well as the impact of remedial measures on the disposable income of the beneficiaries in a short period of time.
  The main conclusions of the thesis are that it may be risky to take advantage of payment from pension funds to pay a mortgage loan. In the longer term, there are certain tax savings, since the tax is tax-free, while it is necessary to pay income tax on the savings when it is taken out in the form of pension payments. It also matters what is the difference between the real rate of the loan and the real return of the private equity fund. If the interest rate on the loan is significantly higher than the yield of the private equity fund, it would be advantageous for a long time not to use the alternative otherwise. In the short term, the remedy has a major effect on the reduction of interest payments and may therefore reduce disposable income from the beneficiaries. Generally, those with lower incomes take on more risks than those who have higher income when the remedy is new, as they are entitled to higher interest rates and result in a greater reduction in disposable income.

Samþykkt: 
 • 25.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32411


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GuðniþórJóhannsson_BS_lokaverk.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna