is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32413

Titill: 
  • Hver eru lykilatriði árangurs í sköpun upplifunar í hestaferðaþjónustu og markaðssetningu á henni?
  • Titill er á ensku What are the key achievements in creating and marketing experience in horsetrip traveling business?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hestatengd ferðaþjónusta á Íslandi, á sér tiltölulega stutta sögu þar sem fyrstu fyrirtækin á sviði hestaferðaþjónustu voru ekki stofnuð fyrr en um 1970. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvað það væri sem hestaferðaþjónustu fyrirtæki væru að gera til þess að ganga vel við sköpun og markaðssetningu á upplifun. Framkvæmd var eigindleg rannsókn, þar sem rætt var við þrjá aðila sem eiga eða taka þátt í rekstri fyrirtækja sem selja lengri og styttri hestaferðir.
    Helstu niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að fyrirtæki sem eru að markaðssetja og selja upplifun, leggja mikið upp úr þjónustugæðum og nýta gæða þjónustu til þess hjálpa sér við að skapa sem mesta upplifun. Helstu tækin sem fyrirtækin eru að nota er stafræn markaðssetning, bæði með heimasíðum og á samfélagsmiðlum, auk þess að nýta og treysta mikið á gott umtal milli viðskiptavina í sínu kynningar og markaðsstarfi. Allir viðmælendur sögðu að fyrirtækjum þeirra vegnaði vel á sínum mörkuðum og þeir væru að fá mikið af sömu viðskiptavinunum ár eftir ár.
    Fyrirtækin þurfa að gæta þess að færast ekki of mikið í fang, til að tapa ekki getunni til þess að geta veitt þá persónulegu þjónustu sem þau kjósa að bjóða uppá. Við markaðssetningu gætu þessi fyrirtæki auðveldlega farið að markaðssetja sig markvissara sem upplifunarferðaþjónustu, og nýta til þess tól og tæki stafrænnar markaðssetningar, og þá um leið stuðla að umhverfisvænni markaðssetningu.

Samþykkt: 
  • 25.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32413


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HildurHjálmsdóttir_BS_lokaverk.pdf991.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna