is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32416

Titill: 
  • Umhverfisstefna í hótelrekstri : geta íslenskir gististaðir nýtt sér umhverfishyggju til að auka arðsemi?
  • Titill er á ensku Environmental management in the hotel industry : can Icelandic hotels use environmentalism to increase profits?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Er hægt að nýta umhverfisstefnu til þess að bæta stöðu hótela á Íslandi? Með tillits til áhrifa mannsins á umhverfið okkar er mikilvægt að takmarka óþarfa mengun. Þetta á sérstaklega við um ferðaþjónustu, þar sem ferðalög eru mjög mengandi er það skylda okkar sem reka ferðaþjónustufyrirtæki að takmarka þessa mengun eftir bestu getu. En ekki er það bara siðferðisleg skylda heldur hefur það einnig reynst rekstrarlega skynsamlegt. Erlend fræði bendir til þess að umhverfisstjórnun og skýr umhverfisstefna sé arðbær í öðrum löndum og var ætlunin að rannsaka hvort sambærileg niðurstaða fengist á Íslandi. Þessi erlendi fræði var tekin saman og borin saman við íslenska fræði. Svo voru viðtöl framkvæmd við stjórnendur mismunandi gerða hótela á Íslandi til að athuga hvort upplifun erlendis stemmi við upplifun á Íslandi.
    Niðurstöður viðtalanna virðast vera í takt við upplýsingar erlendis. Íslensk hótel hafa verið að nýta sér sömu aðferðir og erlendir aðilar til að nota umhversstefnu sína til að spara útgjöld og eru einnig mörg hótel á Íslandi sem sinna þessum málum ekki , þó þau gætu grætt á því. Helstu leiðirnar til að spara í rekstri með umhverfisstefnu eru að takmarka útgjöld vegna rafmagns- og vatnsnotkunar og flokka sorp til að lækka útgjöld. Einnig er markaðs forskot sem fylgir þessari stefnu og vilja margir neytendur á Íslandi versla við umhverfisvottuð ferðaþjónustufyrirtæki.

Samþykkt: 
  • 25.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32416


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umhverfisstefna_i_Hotelrekstri_-_Isak_Eyfjord_Bachelor.pdf914.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna