is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32418

Titill: 
 • Upplifun starfsfólks af stuðningi vinnustaðar til bættrar heilsu : heilsuefling á vinnustað
 • Titill er á ensku Employees experience of a workplace health support : workplace health promotion
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikil vitundarvakning hefur orðið á heilsutengdum þáttum í íslensku samfélagi undanfarin ár og fólk tekur upplýstari ákvarðanir varðandi heilsuhegðun sína en áður. Með heilsueflingu innan samfélaga sem auðvelda aðgengi að hollum lifnaðarháttum er hægt að hafa áhrif á heilsuhegðun fólks. Vegna þess mikla tíma sem einstaklingar verja í vinnunni er verðugt að skoða hvort, og þá hvað, vinnustaðir leggja af mörkum til að bæta heilsu starfsfólks. Markmið þessarar rannsóknar er að gefa mynd af upplifun starfsfólks ákveðins bæjarfélags af stuðningi vinnustaðarins til eflingar á heilsu þess, auk þess að skoða sýn þess á hversu mikilvægt er að sá stuðningur sé til staðar.
  Notast var við blandaða rannsóknaraðferð. Í upphafi var gerð megindleg gagnasöfnun og út frá niðurstöðum hennar var eigindleg rannsókn framkvæmd með hálfopnum einstaklingsviðtölum, til dýpkunar á skilningi á upplifun starfsfólksins, út frá megindlegum niðurstöðum.
  Starfsfólkið sem rætt var við telur vinnustaðinn gera vel á sumum þáttum heilsueflingar, til dæmis með því að bjóða upp á niðurskorna ávexti daglega og bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma, en megi hins vegar gera betur á öðrum, svo sem að bæta mætti aðgengi á vinnustaðnum til að stunda hreyfingu í vinnutíma og að minnka mætti vinnuálag á hvern starfsmann. Viðmælendur telja mikilvægt að stjórnendur vinnustaðarins leggi sig fram við að styðja starfsfólk sitt til að efla heilsu þess og til þess sé hægt að notast við mismunandi úrræði og leiðir.
  Heilsueflandi umhverfi á vinnustöðum hefur jákvæð áhrif á vinnustaðinn sem heild og gæti verið gott að innleiða sem víðast.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years an awakening has occurred on health-related factors in Iceland. Health researches, both on mental and physical health, have allowed people to take more informative decisions about their health behaviour than before. The basis for decisions that benefit health also consist of health promotive communities and a community that offers
  accessibility to supplies and services that can promote citizens health. Because of the amount of time the Icelandic population spends in the workplace, it is important to examine if, and what, workplaces are contributing to promote people’s health. The aim of the study is to
  display employees experience of health support in the workplace, as well as to reveal their perspectives of how important the support is to them. Mixed research methods were used in this study. The research began with a quantitative study which was followed by a qualitative study with semi-structured interviews, based on the quantitative results. The results gave insight into what the employees consider the workplace to do well on some factors of health promotion, like with daily fruit offering and with flexitime, but, on the other hand, can do better on other factors. Interviewees talked for example about improving access to physical exercise during working hours and the need to reduce workload per employee. Interviewees believe it is important for the workplace to support the health of its employees and to do that by using different health promotive resources.
  A health promoting environment in a work place has a positive effect on its staff members, and the work place as a hole. It is therefor easy to conclude that those kinds of practices should be recommendable for workplaces to implement extensively.

Samþykkt: 
 • 26.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32418


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AldísGarðarsdóttir_Meistararitgerð_Lokaskil.pdf737.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2018_11_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_01.11.18.pdf183.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF