is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32419

Titill: 
  • Málfræðikennsla á unglingastigi grunnskólans : kennsluáætlanir og kennsla í samræmi við áherslur fræðimanna og Aðalnámskrá grunnskóla
  • Titill er á ensku Grammar instruction at the later stages of compulsory schools
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsóknum á málfræðikennslu á unglingastigi grunnskólanna kemur fram að mikil áhersla er á forskriftarmálfræði og að hefðbundin töfluinnlögn og vinnubókarvinna eru algengustu kennsluaðferðirnar. Þessar áherslur eru hvorki í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla né áherslur fræðimanna. Nemendur hafa alla jafna þröngan skilning á orðinu málfræði og virðast ekki meðvitaðir um kunnáttu sína í málfræði móðurmálsins. Þeir tengja málfræðikunnáttuna fyrst fremst við námið í skólanum en gera sér ekki grein fyrir þeirri ómeðvituðu málfræðikunnáttu sem þeir öðlast á máltökuskeiðinu. Í meistaraprófsverkefninu, sem hér er til umfjöllunar, var kannað með hvaða hætti væri hægt, í formi áætlana, að hanna námsefni í takt við áherslur fræðimanna og Aðalnámskrá grunnskóla. Einnig var um nokkurs konar starfendarannsókn að ræða þar sem höfundur fékk að fara í skóla á höfuðborgarsvæðinu, sem gestakennari, og forprófa kennsluáætlanirnar. Markmið verkefnisins var þannig að koma fræðilegu efni tengdu lýsandi málfræði í þann búning að það henti til kennslu á unglingastigi grunnskólans. Ákveðin þemu voru valin en þau fjalla um máltökuna, málbreytingar, málkunnáttu og tengsl íslenskunnar við önnur tungumál. Lítið sem ekkert er fjallað um málefnin í því námsefni sem til boða stendur fyrir grunnskóla landsins. Lögð var áhersla á að kennsla efnisins færi fram með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Undirmarkmið var að með slíku verkefni ætti sér stað þjálfun í að hanna nýtt námsefni, að fagvitund og kennarahæfni ykist hjá höfundi og hann myndi þannig síður festast í gamalgrónum kennsluaðferðum. Í niðurstöðukafla ritgerðarinnar eru lagðar fram þrjár kennsluáætlanir ásamt aukaefni og spannar efnið nokkurn veginn fjórar kennslustundir. Niðurstöður verkefnisins eru þær að með því að kenna eftir kennsluáætlunum þá var vel gerlegt að koma á framfæri fræðilegu efni tengdu lýsandi málfræði með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Nemendur voru móttækilegir fyrir efninu og sýndu því áhuga og jafnframt voru þeir opnir fyrir fjölbreyttum kennsluaðferðum. Dregin er sú ályktun að starfandi kennurum takist enn betur að koma málfræðiþemunum til skila til nemenda sinna en þegar um gestakennara er að ræða eins og um var að ræða í verkefni þessu. Að ígrunda eigin vinnubrögð í anda starfendarannsókna er þó dýrmæt reynsla út af fyrir sig. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að afar tímafrekt er að hanna námsefni og varla gerlegt fyrir starfandi kennara á þeim skamma tíma sem þeir hafa til undirbúnings fyrir kennslu. Það er von höfundar að sú vinna sem átti sér stað komi fleirum en höfundi að gagni og að íslenskukennarar, sem lesa þessa ritgerð, geti nýtt sér þær kennsluáætlanir sem fram eru lagðar.

  • Útdráttur er á ensku

    A research into grammar instruction at the later stages of compulsory schools shows that traditional prescriptivism is prominent, and the most common teaching methods are traditional board work, and work with workbooks. These emphases are not in accordance with the Icelandic national curriculum guide for compulsory schools, nor in line with what scholars in the field accentuate. Students, in general, tend to have a limited understanding of the concept of grammar, and they don‘t seem to be aware of the extent of their own grammatical knowledge in their native language. They don‘t realize that they acquire it through their language acquisition in early childhood, and instead, view grammatical knowledge as something they only acquire and learn in school. The object of this master‘s project was to figure out a way to design teaching material, which is more in accordance with scholarly emphases and the Icelandic national curriculum guide for compulsory schools, by using the form of lesson plans. A part of the project was that the author stepped into the role of a substitute teacher, went to various schools in the capitol area, and tested the lesson plans she designed. In that way a sort of action research took place. Thus, the aim of this project was to mold parts of descriptive grammar theory into a format that is suitable for teaching at the later stages of compulsory school. A few topics were chosen; language acquisition, language change, language competence, and connections between Icelandic and other languages. The existing teaching material, for those stages in Icelandic schools, only touches upon these topics. An emphasis was put on using varied teaching methods. A secondary objective to this project, was to train the project author in designing new teaching material, improve her teaching competency, and increase her awareness of professionalism in the field. In that way, she would be less likely to get stuck in the older and more outdated methods of teaching. Teaching material for about four lessons is presented with this essay, in the form of three lesson plans and extra material. The conclusion reached in this project is, that by using lesson plans it is more than doable to present descriptive grammar theory through varied teaching methods. The students were both receptive and interested in the material, along with being open to the varied teaching methods. An additional deduction is, that the regular teachers are more successful in presenting and explaining the grammar topics to their students, than a substitute teacher. A contemplation of one’s own working methods in the form of an action research is nevertheless an invaluable experience. The research further showed that designing teaching material is very time consuming, and the little time teachers have for preparation makes it almost impossible for them to do. It is the author’s hope that the work behind this project can be of use outside its scope here, and that teachers of Icelandic, who read this essay, would take advantage of the lesson plans here presented.

Samþykkt: 
  • 26.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32419


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð Andrea Jónsdóttir loka.pdf3.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_undirrituð.pdf167.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF