Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3241
Lokaverkefni þetta fjallar um áætlunargerð, með áherslu á áætlunargerð hjá sveitarfélögum. Í byrjun verkefnisins er fræðilegur kafli um áætlunargerð og tengda þætti áætlanagerðar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Fjallað er almennt um áætlunargerð, vinnuferilinn í áætlunargerðinni, stefnumótun og markmið skipulagsheilda og greiningar á fjárhagslegum árangri og stefnubundnum markmiðum. Síðan er umfjöllun um starfsumhverfi sveitarfélaga og sérstaklega skoðað lagaumhverfi þeirra með áherslu á fjármál og fjárhagsáætlunargerð hjá þeim. Loks er gerð rannsókn á því hvernig vinnuferill við áætlunargerð er hjá Sveitarfélaginu Árborg. Rannsóknarspurningin er „Hvernig er vinnuferill áætlunargerðar hjá Sveitarfélaginu Árborg og hvernig er tenging áætlunargerðar við fræðin?“ Í rannsóknarkaflanum er Sveitarfélagið Árborg skoðað og vinnuferilinn við áætlunargerðina, hjá og í lok verkefnisins eru settar fram ábendingar og tillögur, í lokin er fjallað um niðurstöður. Í niðurstöðukaflanum kemur fram að vinnuferill við áætlanagerð hjá Árborg er í nokkuð góðum takt við fræðin er fjalla um áætlunargerð, skipulagsheildinni er skipt í smærri skipulagsheildir og hlutverk eru skilgreind, mælanleg markmið sett og langtímaáætlanir gerðar og frávikagreiningar unnar reglulega.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áætlanagerð sveitarfélaga Lokaverkefni_2106.pdf | 669.69 kB | Opinn | Áætlanagerð sveitarfélaga-heild | Skoða/Opna | |
Efnisyfirlit.pdf | 25.37 kB | Opinn | Áætlanagerð sveitarfélaga-efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 18.56 kB | Opinn | Áætlanagerð sveitarfélaga-Heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Útdráttur.pdf | 14.76 kB | Opinn | Áætlanagerð sveitarfélaga-Útdráttur | Skoða/Opna |