is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32420

Titill: 
 • Stærðfræðikennsla á yngsta stigi : með fjölbreytni að leiðarljósi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í mínu kennaranámi hef ég kynnst mörgum hliðum á kennarastarfinu, fræðst um hinar ýmsu kennsluaðferðir sem rannsóknir sýna að beri árangur í stærðfræðikennslu og fengið leiðsögn í gerð smærri kennsluáætlana. Það kom mér þó alltaf á óvart í vettvangsnámi að ég sá ekki kennara beita þeim kennsluaðferðum sem ég hef fræðst um í mínu námi. Því þótti mér athyglisvert að skoða hvernig starfandi kennarar skipuleggja stærðfræðikennsluna sína svo allir nemendur fái kennslu við hæfi.
  Til þess að skoða betur skipulag stærðfræðikennslu leitaði ég í skrif fræðimanna og skoðaði þær kennsluaðferðir sem hafa verið kynntar fyrir mér í náminu mínu á Menntavísindasviði sem snúa að stærðfræðikennslu á yngsta stigi grunnskólans. Til þess að fá betri yfirsýn yfir skipulag stærðfræðikennslu tók ég þá ákvörðun að framkvæma eigindlega rannsókn þar sem gögnum var safnað með hálfopnum viðtölum, en tekin voru viðtöl við fjóra starfandi kennara, sem bæði starfa á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Kennararnir bjuggu yfir mismunandi reynslu og höfðu ólíka sýn á stærðfræðikennslu sem studdi mig í að sjá hversu mikið val þeir hafa og út frá hvaða viðmiðum þeir skipuleggja og hugsa kennsluna sína.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að allir kennararnir höfðu mjög opið skipulag, þar sem þeir hafa svigrúm til þess að skipuleggja hvern dag fyrir sig, en allir kennararnir töldu að það hentaði mjög vel fyrir kennslu með fjölbreyttan nemendahóp. Flestir kennarana notuðu vinnubækur á misjöfnu erfiðleikastigi til þess að einstaklingsmiða kennsluna sína, en einn viðmælenda minna taldi að einstaklingsmiðun fælist ekki endilega í getuskiptu námsefni, heldur með því að bjóða fjölbreyttum nemendahóp upp á fjölbreytta kennsluhætti, þar sem misjafnt er hvaða kennsluhættir henta hverjum og einum.
  Út frá fræðilegu efni sem ég aflaði mér við ritun þessarar ritgerðar og þeim niðurstöðum sem rannsóknin leiddi í ljós útbjó ég 14 vikna kennsluáætlun fyrir 2. bekk grunnskóla, en áætlunin miðar við að nemendur séu að hefja nám aftur eftir sumarfrí. Með þessari áætlun er markmiðið að reyna að útbúa skipulag sem hentar fjölbreyttum nemendahópi þar sem nýttar eru fjölbreyttar aðferðir við kennsluna.
  Með því að nota fjölbreytta kennsluhætti í kennslunni er nemendum gefið tækifæri til þess að auka skilning sinn og öðlast jákvætt viðhorf til greinarinnar.

 • Útdráttur er á ensku

  In my education studies, I have learnt about many aspects of teaching, studied various teaching methods that studies show have an impact on mathematical education, and had guidance in making small scale teaching plans. However, it was always surprising to me that in my field experience I did not see teachers using the teaching methods I have read about in my studies. Therefore, it was interesting to me to consider how teachers plan their math’s teaching so that all students receive appropriate instruction.
  In order to understand better the organization of mathematics education, I studied academics writing and examined the teaching methods in mathematics education at the youngest level of elementary school, introduced to me in my education at the School of Education of the University of Iceland. In order to get a better view of the organization of mathematics education, I decided to conduct a qualitative study where data was collected by semistructured interviews. Participants were four teachers; some of whom were working in the capital Reykjavík and others in the rural areas. The teachers had different teaching experiences and had different views of teaching mathematics which helped me see how many
  choices they have and on what criteria they base the organization and ideas of their teaching.
  The main findings of this study are that all four teachers had a very open teaching plan, allowing them to plan each day. All of them thought it was very suitable for teaching a diverse group of students. For differentiation, most of the teachers used workbooks with various levels of difficulty but one of my interviewees considered that differentiation did not necessarily include teaching materials at various levels of difficulty, but by offering a wide range of teaching methods to a diverse group of students, as different teaching methods are suitable for different individuals.
  Based on the theoretical chapter of this paper and the results of the study, I prepared a 14- weeks teaching plan for the 2nd grade in elementary school, but the program is intended for students in the beginning of the school year. With this plan, I am trying to create a learning experience that fits a diverse group of students, utilizing diverse teaching methods.
  By using a variety of teaching methods in the classroom, students are given the opportunity to improve their mathematical understanding and create a positive attitude towards mathematics.

Samþykkt: 
 • 26.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni.jpeg506.94 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir - afv4 leidrett.pdf774.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna