is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32423

Titill: 
  • Leiðsögn í leikskóla : hvers vegna er hún mikilvæg?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að gera grein fyrir mikilvægi góðrar leiðsagnar í leikskólum og hvers vegna sú þekking er nauðsynleg. Gerð er grein fyrir hvaða áhrif leiðsögn hefur á kennara og aðra starfsmenn leikskólans sem og starfsumhverfi þeirra. Margt hefur breyst í íslensku þjóðfélagi síðustu áratugina og hafa leikskólar landsins ekki farið varhluta af því. Leikskólakennurum fækkar, færri sækja í leikskólakennaranám, starfsmannahópurinn er fjölbreyttari en áður og starfsmannavelta er mikil. Leiðsögn getur verið áhrifavaldur þegar kemur að því að styðja við leikskólastarfið á breytingatímum.
    Fjallað er um leiðsagnarkenningar, samskipti og hlutverk leiðsagnar í myndun lærdómssamfélags. Leiðsagnarhlutverkið getur verið flókið og erfitt en jafnframt góð leið til starfsþróunar. Komið er inn á kulnun og starfsánægju og skoðað hvort áhrifa leiðsagnar gæti þar. Lagt er upp með rannsóknarspurninguna: Hvers vegna er leiðsögn mikilvæg í leikskólanum? Ritgerðin er fræðileg umfjöllun um leiðsögn og mikilvægi hennar. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að auka þarf leiðsögn og þekkingu á henni frá því sem nú er. Góð leiðsögn gerir nýliða, kennara og starfsmenn öruggari í starfi og getur haft úrslitaáhrif á að viðkomandi haldi áfram störfum. Leiðsögn hefur áhrif á starfsumhverfi kennara og styrkir stöðu lærdómssamfélagsins. Það er því til mikils að vinna að styðja við og styrkja stöðu leiðsagnar í leikskólaumhverfinu.

Samþykkt: 
  • 26.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32423


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leiðsögn í leikskóla - Hvers vegna er hún mikilvæg.pdf570.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing Skemman.pdf1.04 MBLokaðurYfirlýsingPDF