is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32425

Titill: 
  • Þetta á að vera skemmtilegt : viðbrögð leikskóla í Breiðholti við niðurstöðum úr HLJÓM-2 prófi
  • Titill er á ensku It is supposed to be enjoyable : reaction of educators in pre-schools in Breiðholt to results of HLJÓM-2 a test of phonological awareness
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Megintilgangur verkefnisins er að athuga hvernig leikskólar í Breiðholti bregðast við niðurstöðum úr HLJÓM-2 prófi og kanna viðhorf þátttakenda til prófsins. Prófið er hannað til notkunar fyrir leikskólakennara eða aðra fagaðila í leikskólum og er lagt fyrir elstu börn leikskólans að hausti. Prófinu er ætlað að finna þau börn sem hafa slaka hljóðkerfisvitund, þannig að hægt sé að bregðast við með snemmtækri íhlutun, til þess að lestrarnámið reynist þeim auðveldara. Hljóðkerfisvitund er einn af undirþáttum læsis og er aðalþátturinn í umskráningu, það er að tengja bókstaf og hljóð saman. Þátttakendur í rannsókninni voru sérkennslustjórar leikskóla í Breiðholti. Allir leikskólarnir að tveimur undanskildum eru aðilar að samstarfsverkefni sem nefnist Læsi – allra mál sem miðar að því að útbúa sameiginlega læsisáætlun í Breiðholti. Gögnum var safnað bæði með eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum. Spurningakönnun var send öllum þátttakendum auk þess sem tekin voru viðtöl við tvo þátttakendur eftir að niðurstöður spurningakönnunarinnar lágu fyrir. Niðurstöður benda til þess að prófið sé notað á svipaðan hátt í öllum leikskólum hverfisins sem reknir eru af Reykjavíkurborg. Það er lagt fyrir öll börn að þeim undanskildum sem eru með mikla röskun í þroska. Allir sérkennslustjórar bregðast við slökum eða mjög slökum árangri með íhlutun og nota til þess svipað námsefni. Þátttakendur eru almennt ánægðir með þær aðferðir sem er beitt við íhlutun og telja að þær séu mjög árangursríkar en telja þó flestir að eitthvað mætti bæta varðandi íhlutun og finnst vinnu á deildum, tímaáætlun og samstarfi við deildarstjóra helst vera ábótavant. Niðurstöður benda til þess að sérkennslustjórar séu ánægðir með vinnuna og árangurinn en vilja samt gera betur með því að breyta skipulagi varðandi vinnulag.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of this research project was to examine how staff in pre-schools in Breiðholt, a district in Reykjavík, respond to the results of the HLJÓM-2 test. Their attitude towards the test was also investigated. HLJÓM-2 is a test designed for pre-school teachers or other professionals in the schools and is administered to children at age 5 in the pre-school each fall semester. The purpose of the test is to identify children with poor phonological awareness, so they can be supported by early intervention in order to make learning to read easier for them. Phonological awareness is one of the skills of literacy and one of the most important for decoding skills, that is to link letters to a morpheme. Participants in the research were the heads of special education in the pre-schools in Breiðholt. Their attitude towards the test was also investigated. All the pre-schools except two are participating in a collaborative project aimed at preparing a joint literacy strategy in Breiðholt. Both quantitative and qualitative methods were used for gathering data. A questionnaire was sent to all participants and in addition two participants were interviewed once the results of the questionnaire were available. The findings suggest that the test is used in a similar way in all the pre-schools in the district. It is submitted to all children except those who have developmental disorders. All the heads of special education in pre-schools responds to poor and very poor total results with early intervention using similar teaching materials and perceive the effectiveness of the interventions very successful. Most participants are pleased with the methods used for intervention but also believe that some improvements can be made, especially in work in the classroom, scheduling and cooperation with department heads. The findings suggest that special education managers are pleased with their work and the results of the test but want to make further improvements by changing how the work process is organised.

Samþykkt: 
  • 26.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32425


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Auður Ösp Guðjónsdóttir - meistaraverkefni.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing í Skemmu.pdf181.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF