is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32426

Titill: 
  • Birtingarmynd leikskólastarfs í rituðu efni fjölmiðla
  • Titill er á ensku The representation of preschools in written media
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Leikskólar gegna stóru hlutverki í nútímasamfélagi og það lætur nærri að öll börn á Íslandi sæki leikskóla áður en grunnskólaganga þeirra hefst. Að leikskólastarfi standa hópar og einstaklingar sem eiga ólíka aðkomu að þessum mikilvægu stofnunum, svokallaðir hagsmunaaðilar.
    Málefni leikskóla hafa verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum á undanförnum misserum. Þar er dregnar upp myndir af leikskólastarfi og hlutverki þeirra út frá ólíkum sjónarhornum. Þessari ritgerð er ætlað að greina umfjöllun ritaðra frétta um málefni leikskóla og varpa ljósi á birtingarmynd leikskólastarfs í fjölmiðlum, að hvaða hlutverki leikskóla umfjöllun snýr og birtingu viðhorfa hagsmunaaðila.
    Rannsóknaraðferðin er eigindleg og byggir á þemagreiningu á umfjöllun þriggja stærstu íslensku dagblaðanna og þriggja stærstu veffréttamiðlanna þar sem orðið leikskóli kemur fyrir.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að hagsmunaaðilar virðast deila því viðhorfi að leikskólar gegni mikilvægu hlutverki í samfélaginu og þá gildir einu hvort um er að ræða menntunarlegt eða efnahagslegt hlutverk. Hlutverk leikskóla varðandi félagslegt réttlæti kemur lítið sem ekkert fram í umfjöllun fréttamiðlanna.
    Við fyrstu sýn virðist fréttaumfjöllun um leikskóla talsvert snúa að þeim áskorunum sem leikskólar takast á við í starfsumhverfi sínu. Umræða um manneklu og álag á starfsfólk er fyrirferðarmikil á því tímabili sem er til skoðunar. Í tengslum við þessa umræðu ber einnig nokkuð á umræðu um laun þeirra sem starfa í leikskólum og ímynd starfs leikskólakennara sem þykir ekki nógu góð. Þá er einnig talsvert rætt um þá fjármuni sem leikskólar hafa yfir að ráða og þykja ekki miklir. Dregin er upp heldur dökk mynd viðhaldi húsnæðis og leiksvæða. Leikskólinn er sagður gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við fjölskyldur og einnig er þætti leikskóla í árangri Íslendinga hvað varðar jafna stöðu kynja á vinnumarkaði gefinn talsverður gaumur. Greinar sem snúa að fagstarfi leikskóla birta jákvæða og metnaðarfulla mynd af starfinu.
    Von mín er að rannsóknin sýni að almennt eru viðhorf til mikilvægis leikskólastarfs jákvæð þó að umræða um hana í fjölmiðlum snúist oftar en ekki um annað en fagstarf leikskólanna. Ég vona einnig að niðurstöður verði einhverjum hagsmunaaðila leikskólanna hvatning til að snúa umræðu um leikskólamál meira að meginstarfsemi þeirra, hlutverki og ábyrgð á menntun og uppeldi yngstu barnanna.

  • Útdráttur er á ensku

    Preschools play an important role in modern society and almost all children in Iceland go to preschool before they start elementary school. Different groups and individuals are involved in varying ways with running a preschool. These are so-called stakeholders.
    Issues related to preschools have been widely discussed in the media in recent times. Varying views of the work done at preschools and preschool roles are introduced through news media. This thesis is intended to analyze newspaper coverage of preschool issues and bring to light how preschool activities are covered in the media. Furthermore it is
    intended to analyze the viewpoint of stakeholders towards preschools.
    The research method is qualitative and is based on thematic analysis of the coverage of the three largest newspapers in Iceland and the three largest website media outlets where the word “preschool” is used.
    The results of the study show that stakeholders seem to share the view that preschools play an important role in society related to their educational role and the economic role. The role of preschools related to social justice is hardly noticable in media coverage.
    At first glance, news coverage of preschools seems to be rather focused on several challenges they face in their work environment and a considerable coverage on the lack of staff and heavy work load on preschool staff. Related to this there are also discussions about the salaries of preschool teachers and the image of the occupation of preschool teacher which is not considered reputable. There is news coverage about that the funds preschools have at their disposals are considered not to be sufficient. In addition housing and outdoor play area are considered rather neglected. Preschools are thought to play
    an important part with regards to serve parents. Considerable attention is given to the role played by preschools in how Iceland has managed to increase gender equality in the labor market. Articles that are related to the educational role of preschools give a positive and ambitious image of preschool activities.
    It is my hope that this research will show that attitudes towards the importance of preschool work are generally positive, even though media coverages tend to center on matters not related to the educational role of preschools. I also hope that my research will encourage stakeholders to turn the discussion on matters related to preschools more towards their principal ideology, role and responsibility for education and raising of the youngest children.

Samþykkt: 
  • 26.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32426


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_Árný_Steindórsdóttir_Birting_leikskólastarfs_í_rituðu_efni_fjölmiðla.pdf187.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Árný_Steindórsdóttir_Birting_leikskólastarfs_í_rituðu_efni_fjölmiðla.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna