is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32427

Titill: 
 • Að skapa eitthvað úr engu : þróun eigin fagmennsku í skapandi starfi
 • Titill er á ensku Creating something out of nothing : developing my professional creative practices
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sköpun er mikilvæg þroska barna og er jafnframt einn grunnþáttur menntunar á Íslandi. Leikskólar sem horfa til starfsaðferða Reggio Emilia leggja áherslu á börn sem getumikla einstaklinga sem fæddir eru með hundrað mál. Þegar skólinn leggur rækt við meðfædda hæfileika barnanna eru allar líkur á að þeim finnist þau geta haft áhrif á samfélagið. Hlutverk kennara í skapandi skólastarfi felst í því að skapa aðstæður sem styðja við skapandi hugsunarhætti og leggja áherslu á ferlið fremur en endalega útkomu. Tilgangur þessa verkefnis fólst í því að auka vægi skapandi starfs innan deildar, hlusta í auknum mæli eftir hugmyndum barnanna, framkvæma þær og gera nám þeirra sýnilegra. Markmið verkefnisins var að rýna í eigin starfshætti með áherslu á aukið vægi skapandi starfs, ásamt mótun eigin starfskenningar. Rannsóknarspurningin sem ég leitaði svara við er svohljóðandi: Með hvaða hætti get ég sem leikskólakennari stutt við skapandi starf í daglegu starfi innan deildar? Aðferðir starfendarannsókna hentuðu framkvæmdinni best þar sem ég og starfshættir mínir sem leikskólakennari voru viðfangsefni rannsóknarinnar. Gagna var aflað með skrifum í rannsóknardagbók, með vettvangsathugunum í skapandi starfi og með ljósmyndum á vettvangi. Rannsóknardagbókin var aðal verkfæri mitt í ferlinu, í hana skrifaði ég meðal annars færslur um eigin líðan og breytingar sem gerðar voru á vettvangi. Gögnin voru greind með þemagreiningu, leitað var að þrástefjum í gögnunum sem mynduðu eftirfarandi þemu: Tækifærin í umhverfinu, kaflaskil, nálgun kennarans og faglegt sjálfstraust. Megin niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á mikilvægi þess að leikskólakennari beiti virkri hlustun í starfi sínum með börnum og að gagnkvæm virðing ríki milli kennara og barna. Í skapandi starfi er mikilvægt að sníða námsumhverfið að þörfum barnanna og að kennarinn sé meðvitaður um þá þætti í umhverfinu sem auka líkur á að börnin komist í flæðiástand í athöfnum sínum. Mesti lærdómurinn í ferlinu fólst í því þegar ég áttaði mig á því hve neikvæð áhrif mannekla á vinnustað hafði á líðan mína. Til að geta unnið í auknum mæli að skapandi starfi varð ég að staldra við og kafa djúpt innávið. Ég tók meðvitaða ákvörðun um breytta hugsunarhætti og einbeitti mér að því jákvæða í stað þess neikvæða. Við það varð ég móttækilegri fyrir því sem börnin höfðu að segja og betur í stakk búin til þess að vinna með þeim að skapandi verkefnum.

 • Útdráttur er á ensku

  Creativity is one of the fundamental pillars of education in Iceland and important to the development of young children. Preschools that work with the Reggio Emilia approach place emphasis on children being capable individuals that are born with a hundred languages. When schools cultivate childrens inborn abilities it is more likely that they feel as though they can influence their community. The teachers role in creative work entails facilitating opportunities for working creatively and with emphasis on the process rather than the outcome. The purpose of this project was to promote creative practices in my unit, listen more attentively to childrens ideas, carry them out and make their learning visible. The goal of this project was to reflect on my creative practices and formulate my professional working theory. The research question was: How can I as a preschool teacher support creative practices in the classroom on a daily basis? Action research suited the implementation of this topic as the focus was on my ways of working as a preschool teacher. Data was collected by keeping a research journal, observing creative work practices in the classroom and taking photographs. The main research tool during the process was my research journal, where I wrote down how I felt and what changes I made in the field. Data were analysed using thematic analysis, and repetative patterns of meaning formed the following themes: opportunities in the environment, a turning point, the teacher´s approach and professional
  confidence. The main findings of the research shed a light on the importance of preschool teachers being active listeners while working with children and that mutual respect is present between the teacher and the children. When working creatively it is important that childrens learning environments are supportive and that the teacher is aware of the factors in the environment that increase the likelihood of children attaining a state of flow while working. The main lesson of the process was realising the negative effects staff shortage had on my well being. To be able to work more creatively I had to stop and reflect and take a
  deep look inward. I made a concious decision to change my way of thinking and concentrate on the positive instead of the negative. In so doing I became more open and aware of what the children had to say and I became better prepared to work with them creatively.

Samþykkt: 
 • 26.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32427


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asta_Moller_Sivertsen - Lokaskil2019.pdf664.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Asta_Moller_Sivertsen_Yfirlysing.pdf50.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF