is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32431

Titill: 
 • Í hlekkjum huglása : starfendarannsókn á samþættingu núvitundarástundunar og nýsköpunarmenntar
 • Titill er á ensku Chained in mental locks : action research on integrating mindfulness meditation and innovation education
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Undirbúa þarf nemendur nútíðar til að takast á við áskoranir framtíðar. Með þessari starfendarannsókn vildi ég öðlast fleiri verkfæri til að vinna að því mikilvæga markmiði. Tilgangur verkefnisins var að læra af eigin raun hvað nýsköpunarmennt snerist um svo ég mætti auðga sjálfa mig sem hönnunar- og smíðakennari. Jafnframt vildi ég greina hvernig ég ýtti undir sköpunarmátt nemenda með því að blanda núvitundarástundun saman við nýsköpunarmennt. Ég ætlaði eflandi kennslufræði nýsköpunarmenntar að auka frumkvæði og sjálfstæði nemenda og núvitund að vinna gegn streituvaldandi áreitum sem hafa neikvæð áhrif á sköpunarmátt. Fræðilegur grunnur verkefnisins byggir á tveimur af grunnstoðum menntunar á Íslandi, annars vegar sköpun og hins vegar heilbrigði og velferð. Til hliðsjónar eru fyrri rannsóknir, þar sem tengsl núvitundar við ýmis konar þrautalausnir og sköpunarmátt voru könnuð.
  Rannsóknin er starfendarannsókn sem framkvæmd var veturinn 2016. Rannsóknargögn voru eigin rannsóknardagbók, sjálfsmat nemenda, námsgögn og kennsluáætlun, ljósmyndir auk rýnihópsviðtals við nemendur. Við úrvinnslu gagna var beitt þemagreiningu.
  Kynni mín af viðfangsefnum rannsóknarinnar hafa skilað nokkrum jákvæðum breytingum í eigin starfsháttum sem hönnunar- og smíðakennari. Í kjölfar bættra aðstæðna gefst mér betra tækifæri til að beita slakandi aðferðum og draga úr stýringu verkefna í þeim tilgangi að auka atbeina nemenda, í anda eflandi kennslufræði. Helstu niðurstöður bentu til að streituvaldandi aðstæður, eins og opin kennslurými með fjölmennum nemendahópum, styðja ekki núvitundariðkun og geta haft letjandi áhrif á sköpunarmátt. Þá kjósa nemendur að nýsköpunarmennt sé partur af hefðbundnu skólastarfi. Þeir telja jafnframt að núvitundarástundun geti verið gagnleg gegn streituvaldandi álagi í skólanum og í hentugum aðstæðum geti hún haft jákvæð áhrif á sköpunarmátt þeirra.
  Kennarar og nemendur þurfa á sköpunarmætti sínum að halda til að geta tekið þátt í skapandi skólastarfi. Skólakerfið verður að tryggja að aðbúnaður innan skólans stuðli að vellíðan, gleði, heilbrigði og velferð þeirra sem þar starfa. Þannig verða komandi kynslóðir best í stakk búnar til að takast á við áskoranir framtíðarinnar með skapandi hætti.

 • Útdráttur er á ensku

  Today’s students need to be prepared for the challenges of the future. By doing this action research, I wanted to acquire more tools to work towards this important goal. The purpose of the project was to learn about innovation education from my own experience so that I could enrich myself as a design and craft teacher. In addition, I wanted to identify how I encouraged the creative capabilities of students by combining mindfulness meditation with innovation education. I expected emancipatory pedagogy of innovation education to encourage student initiative and independence and mindfulness meditation to counteract stress-inducing pressures, which negatively affect creativity. The theoretical underpinning of the project are two fundamental pillars in Icelandic curricula, creativity and health and wellness. Previous researches on the use of mindfulness during problem solving and creativity were examined to help understand the findings.
  This action research project was conducted over the winter of 2016. Research materials included my research journal, student self-evaluation, teaching materials, a syllabus, photographs and a focus group interview with students. Thematic analysis was used to analyze the data.
  My experience of doing the research has resulted in several positive changes to my own work as a design and craft teacher. Following improvements to my classroom space, I have a better opportunity to apply relaxation techniques and reduce my control of student projects in order to enhance student agency, in the spirit of emancipatory pedagogy. The main results indicated that stressful situations, such as open classroom spaces with large groups of pupils, do not support mindfulness meditation and can reduce creativity. Students also indicated that they would want innovation education as a part of the general school curriculum. Additionally, they consider mindfulness meditation to be useful against stress-inducing workload in the school and given the proper conditions, it may positively influence their creativity.
  Teachers and students need their creative capabilities in order to participate in creative school work. The school system needs to ensure that the conditions within the school support well-being, happiness, health and wellness of all who work there. In this way, the next generations will be best prepared to take on the challenges of the future in a creative manner.

Samþykkt: 
 • 26.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halla Leifsdóttir.pdf2.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf290.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF