is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32433

Titill: 
  • Hver er sýn ungs fólks sem notar vímuefni í æð á neyslu sína
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að leita eftir sýn ungmenna sem sprautað hafa vímuefnum í æð, á neyslu sína og ástæður hennar. Einnig að komast að því hver upplifun þeirra sé af stöðu sinni í samfélaginu. Með því að gefa notendum rödd er ætlunin að skoða hvaða áhættuþættir í lífi þeirra gætu tengst því að þau byrjuðu að nota vímuefni og þróuðu með sér vímuefnavanda. Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegum rannsóknaraðferðum og tekin voru djúpviðtöl við sex einstaklinga sem voru eða höfðu nýlega verið í neyslu vímuefna í æð. Erfitt er að nálgast þennan hóp og upplýsingar frá þeim viðkvæmar en á sama tíma nauðsynlegar til þess að varpa ljósi á stöðu vandans. Meginniðurstöður rannsóknarinnar gáfu í fyrsta lagi til kynna að ástæður neyslunnar megi rekja til áfalla eða erfiðra atburða í æsku líkt og eineltis, ofbeldis, erfiðra heimilisaðstæðna, námserfiðleika og mikillar vanlíðunar sem ungmenni telja vera meginástæður þess að þau fóru að neyta vímuefna. Öll voru þau meðvituð um tengsl áfalla sinna og vanlíðunar frá unga aldri við neysluna. Í öðru lagi kom fram að eftir að neysla hófst leið stuttur tími þar til að þau voru farin að neyta vímuefna reglulega. Í þriðja lagi gáfu niðurstöður til kynna að ungmenni í neyslu vímuefna í æð finni fyrir fordómum í samfélaginu og upplifi skort á úrræðum á sama tíma og þau þrá það öll að verða edrú. Rannsóknin er mikilvægur liður í því að nálgast þennan hóp ungmenna og fá sögu og sýn neytenda sjálfra á neyslu sína og ástæður hennar. Niðurstöður eru leiðbeinandi um mikilvægi þess að grípa inn í erfiðar aðstæður barna í æsku og veita þeim viðeigandi aðstoð. Það er von rannsakanda að sýn ungmennanna opni augu fólks í samfélagi okkar fyrir fjölþættum ástæðum þess að ungt fólk neytir vímuefna. Þá er mikilvægt að fjölga úrræðum fyrir þennan hóp ekki síst í ljósi aukningar dauðsfalla vegna ofskömmtunar lyfja hjá ungmennum bæði hér á landi og erlendis.

Samþykkt: 
  • 26.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd_Hildur_Thora_Fridriksdottir2019-converted-edited.pdf924.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_HÞF.pdf39.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF